Illa farnir vinir fara á ferðalag um Ísland Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2014 12:30 Strákarnir verða með vikulegan þátt á Vísi. Fréttablaðið/Ernir „Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir: Illa farnir Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
„Við Arnar erum með framleiðslufyrirtækið Mint Productions og ég fór í ferðalag í sumar og það varð svona kveikjan að þáttunum. Ég var heillaður af því sem ég sá og það rann upp fyrir mér hvað ég veit í raun lítið um Ísland og það er ekki kúl,“ segir Davíð Arnar Oddgeirsson. Hann, ásamt Arnari Þór Þórssyni og Brynjólfi Löve, verður með vikulega sjónvarpsþætti á Vísi sem heita Illa farnir. „Það er svona tvöföld meining í þessu. Við erum alltaf að fara eitthvert og eftir ferðalögin erum við búnir að sofa lítið og verða kalt, svona pínu illa farnir,“ segir Davíð léttur í bragði um nafn þáttanna. „Við fórum í ferð um Suðurlandið og út úr því kom skemmtilegt myndband. Þegar við vorum búnir að klippa myndbandið spratt fram þessi hugmynd, að ferðast um allt Ísland. Svo fórum við bara af stað.“ Félagarnir stefna á að heimsækja alla landshluta í þáttunum. „Sumt er skipulagt og annað handahófskennt, við höfum allir gaman af því að detta inn á eitthvað algjörlega „random“," segir Davíð. „Seinustu helgi fórum við að Mývatni. Við rötuðum eiginlega ekki neitt, þannig séð. Við vorum að leita að Grjótagjá, leynistað sem er algjör náttúruperla. Fengum leiðbeiningar frá heimamanni en við misskildum þær og löbbuðum um í klukkutíma í kolniðamyrkri,“ segir Davíð en félagarnir komust þó á leiðarenda. „Við fundum þetta á endanum. Rifnar gallabuxur, hvít úlpa orðin brún af mold, vélin að verða batteríslaus og svona en við höfðum bara gaman af því.“ Davíð segir þá leggja áherslu á að hafa gaman af hlutunum. „Við gerum bara það sem okkur dettur í hug, búum til ævintýri. Við reynum að fara á staði sem fólk hefur kannski ekki farið á áður og setjum svona okkar krydd á þetta.“ Illa farnir verða sýndir á Vísi og er fyrsti þátturinn væntanlegur í næstu viku. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr þættinum Illa farnir:
Illa farnir Mest lesið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið David Lynch er látinn Lífið Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira