Gestir mæti með eyrnatappa Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 11. desember 2014 13:00 Pink Street Boys er talin háværasta hljómsveit landsins. mynd/skjáskot úr myndbandinu EVEL KNIEVEL „Þetta verða tónleikar ársins,“ segir Axel Björnsson, gítarleikari og söngvari bílskúrspönksveitarinnar Pink Street Boys, sem nefnd hefur verið „háværasta hljómsveit Íslands“. Þeir munu troða upp á Gauknum í kvöld en þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar á árinu. Þess má geta að platan Trash From the Boys var á lista Kraums yfir bestu plötur ársins ásamt plötunni Ræfli með Þóri Georg, meðlimi Kvalar, sem kemur einnig fram á tónleikunum. Auk Pink Street Boys koma fram Lord Pusswhip með sækadelískt hipphopp, Godchilla með sörf og stóner-metal og Kvöl, sem er að sögn Axels „geðveikt biturt elektró-pönk sjitt“. Axel mælir með því að gestir mæti með eyrnatappa þar sem tónleikarnir verði að sjálfsögðu afar háværir. „Þið megið ekki missa af þessu. Við lofum að berja ekki alla,“ segir Axel gráglettinn að vana. Húsið verður opnað klukkan 21.00 en það kostar litlar 1.000 krónur inn. Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Þetta verða tónleikar ársins,“ segir Axel Björnsson, gítarleikari og söngvari bílskúrspönksveitarinnar Pink Street Boys, sem nefnd hefur verið „háværasta hljómsveit Íslands“. Þeir munu troða upp á Gauknum í kvöld en þetta verða síðustu tónleikar sveitarinnar á árinu. Þess má geta að platan Trash From the Boys var á lista Kraums yfir bestu plötur ársins ásamt plötunni Ræfli með Þóri Georg, meðlimi Kvalar, sem kemur einnig fram á tónleikunum. Auk Pink Street Boys koma fram Lord Pusswhip með sækadelískt hipphopp, Godchilla með sörf og stóner-metal og Kvöl, sem er að sögn Axels „geðveikt biturt elektró-pönk sjitt“. Axel mælir með því að gestir mæti með eyrnatappa þar sem tónleikarnir verði að sjálfsögðu afar háværir. „Þið megið ekki missa af þessu. Við lofum að berja ekki alla,“ segir Axel gráglettinn að vana. Húsið verður opnað klukkan 21.00 en það kostar litlar 1.000 krónur inn.
Tónlist Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira