Yndislegt baðsalt með jólailmi sem er tilvalið til þess að gefa í jólagjöf eða nota sjálfur yfir hátíðarnar.
Uppskrift:
4 bollar epsom-salt
½ bolli fínmalaðir hafrar
2 teskeiðar kanill
10 dropar af appelsínu ilmkjarnaolíu
Blandið öllum þurru hráefnunum saman í skál og hellið svo ilmkjarnaolíunni saman við í lokin. Hellið innihaldinu í fallega krukku og setjið fallegan jólaborða og merkimiða á. Þá er komin falleg og persónueg jólagjöf sem allir geta notið.
Uppskrift að dásamlegu jólabaði
