Laddi, Loki og Sigmundur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. desember 2014 07:00 Í gær vaknaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, og kíkti í svarta Nike-táfýluskóinn sinn úti í glugga þar sem kartafla blasti við honum. Já, Sigmundur er búinn að vera óþekkur og sveinki lætur engan komast upp með slíkt — ekki einu sinni ráðherra. Með malt og Mountain Dew í glasi fór hann á Facebook og sagði frá jólaballi með leikskólabörnum þar sem jólasveinar héldu uppi fjörinu. „Þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og Gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði Sigmundur og glotti yfir eigin fyndni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drepfyndni forsætisráðherrann skemmtir okkur með óborganlegu skopskyni sínu á Facebook. Í október glensaði hann með hríðskotabyssumálið — þó síðhærðir trjáfaðmarar hafi ekki fattað djókið. Það er gott að Sigmundur skemmtir sér í embættinu og engu líkara en að sjálfur Laddi hafi tekið sér bólfestu í honum, að minnsta kosti þegar hann loggar sig inn á Facebook. Ef hann nær ekki endurkjöri getur hann kannski sótt um vinnu hjá DV við að skrifa fyrir Loka. Það er samt spurning hvort þetta sé viðeigandi fyrir forsætisráðherra, þó auðvitað þurfum við gárunga sem skoða samtímann í spéspegli. Væru ekki faglegri vinnubrögð að láta sprelligosa úti í bæ um brandarana? Eða bitra borgarfulltrúa sem fá ekki að vera með í neinu vegna þess að þeir höguðu sér illa. Þeir eru meira að segja með Sigmundi í flokki. Hann getur þá kannski sent þeim brandara sem eru ekki sæmandi ráðherra en mega síður fara til spillis. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að það væri hagur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans að stuðla að sátt í samfélaginu. Eða að minnsta kosti að halda gagnrýnendum sínum „góðum“ svo hægt sé að ganga lengra í pólitískum fautaskap þegar þess þarf. Þið vitið — eiga inni smá viðskiptavild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun
Í gær vaknaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, og kíkti í svarta Nike-táfýluskóinn sinn úti í glugga þar sem kartafla blasti við honum. Já, Sigmundur er búinn að vera óþekkur og sveinki lætur engan komast upp með slíkt — ekki einu sinni ráðherra. Með malt og Mountain Dew í glasi fór hann á Facebook og sagði frá jólaballi með leikskólabörnum þar sem jólasveinar héldu uppi fjörinu. „Þegar kom að því að syngja Heims um ból urðu þeir bræður smeykir og Gluggagægir bað fólk að vakta gluggana og láta vita ef sæist til útsendara frá mannréttindaráði Reykjavíkurborgar,“ skrifaði Sigmundur og glotti yfir eigin fyndni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem drepfyndni forsætisráðherrann skemmtir okkur með óborganlegu skopskyni sínu á Facebook. Í október glensaði hann með hríðskotabyssumálið — þó síðhærðir trjáfaðmarar hafi ekki fattað djókið. Það er gott að Sigmundur skemmtir sér í embættinu og engu líkara en að sjálfur Laddi hafi tekið sér bólfestu í honum, að minnsta kosti þegar hann loggar sig inn á Facebook. Ef hann nær ekki endurkjöri getur hann kannski sótt um vinnu hjá DV við að skrifa fyrir Loka. Það er samt spurning hvort þetta sé viðeigandi fyrir forsætisráðherra, þó auðvitað þurfum við gárunga sem skoða samtímann í spéspegli. Væru ekki faglegri vinnubrögð að láta sprelligosa úti í bæ um brandarana? Eða bitra borgarfulltrúa sem fá ekki að vera með í neinu vegna þess að þeir höguðu sér illa. Þeir eru meira að segja með Sigmundi í flokki. Hann getur þá kannski sent þeim brandara sem eru ekki sæmandi ráðherra en mega síður fara til spillis. Ég stóð nefnilega í þeirri trú að það væri hagur forsætisráðherra og ríkisstjórnar hans að stuðla að sátt í samfélaginu. Eða að minnsta kosti að halda gagnrýnendum sínum „góðum“ svo hægt sé að ganga lengra í pólitískum fautaskap þegar þess þarf. Þið vitið — eiga inni smá viðskiptavild.
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun
Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Að lifa og deyja með reisn Kristín Lára Ólafsdóttir,Sigríður Gunnarsdóttir,Valgerður Sigurðardóttir,Vigdís Hallgrímsdóttir,Vilhelmína Haraldsdóttir Skoðun