Fær innblástur úr þokunni á Djúpavogi 18. desember 2014 12:00 Hildur Björk Visir/Óskar Ragnarsson „Ég hef alltaf verið svolítið hrifin af dulúðinni og því sem er ævintýralegt,“ segir Hildur Björk Þorsteinsdóttir, grafískur hönnuður og teiknari, sem flutti úr borginni fyrir rúmum fjórum árum í friðsældina austur á Djúpavogi. Hún teiknar litríkar og ævintýralegar myndir undir nafninu Hildur Björk Art&Design. „Ég hef verið að teikna mjög lengi, en ég var í heilt ár að þróa þennan poppsúrrealíska stíl sem ég teikna í, en það eru ekki margir sem teikna í þessum stíl,“ segir Hildur, sem lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á barnabókum og myndmáli í þeim en hún hefur sjálf myndskreytt barnabækur. „Það hefur alltaf heillað mig svolítið þetta barnslega og ævintýralega. Eftir að ég flutti hingað hefur náttúran veitt mér mikinn innblástur,“ segir Hildur og rifjar upp að fyrst þegar hún flutti hafi verið þykk þoka yfir öllu í mánuð. „Þetta allt veitti mér líka innblástur til þess að teikna meira íslenskt, eins og refinn okkar sem ég er að vinna með núna,“ segir hún. Áhugasamir geta nálgast myndir Hildar á Facebook-síðunni Hildur Björk Art&Design. Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég hef alltaf verið svolítið hrifin af dulúðinni og því sem er ævintýralegt,“ segir Hildur Björk Þorsteinsdóttir, grafískur hönnuður og teiknari, sem flutti úr borginni fyrir rúmum fjórum árum í friðsældina austur á Djúpavogi. Hún teiknar litríkar og ævintýralegar myndir undir nafninu Hildur Björk Art&Design. „Ég hef verið að teikna mjög lengi, en ég var í heilt ár að þróa þennan poppsúrrealíska stíl sem ég teikna í, en það eru ekki margir sem teikna í þessum stíl,“ segir Hildur, sem lærði grafíska hönnun í Listaháskóla Íslands. Hún hefur mikinn áhuga á barnabókum og myndmáli í þeim en hún hefur sjálf myndskreytt barnabækur. „Það hefur alltaf heillað mig svolítið þetta barnslega og ævintýralega. Eftir að ég flutti hingað hefur náttúran veitt mér mikinn innblástur,“ segir Hildur og rifjar upp að fyrst þegar hún flutti hafi verið þykk þoka yfir öllu í mánuð. „Þetta allt veitti mér líka innblástur til þess að teikna meira íslenskt, eins og refinn okkar sem ég er að vinna með núna,“ segir hún. Áhugasamir geta nálgast myndir Hildar á Facebook-síðunni Hildur Björk Art&Design.
Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira