Hinn 76 ára Bill Withers mun hugsanlega stíga á svið og syngja þegar hann verður vígður inn í Frægðarhöll rokksins á næsta ári.
„Ég veit ekki hvort ég get það. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði hann við tímaritið Rolling Stone. Hann gaf síðast út nýtt efni árið 1985 og hefur sjaldan sést opinberlega undanfarin ár.
Þekktustu lög Bill Withers:
Ain't No Sunshine
Just the Two of Us
Lean on Me
Lovely Day
Vígð inn í Frægðarhöll rokksins 2015:
Lou Reed
Green Day
Stevie Ray Vaughan and Double Trouble
Joan Jett and the Blackhearts
Bill Withers
Paul Butterfield Blues Band
The 5 Royales
Ringo Starr
Withers gæti sungið við innvígsluna
