„Tryggvi skrifaði rímurnar upp á sínum tíma með gömlu bleki á gamlan pappír og þóttist hafa fundið þetta í fórum gamallar konu. Hann kom þessu til Þjóðminjasafnsins og reyndi að halda því fram að þetta væri fleiri hundruð ára gamalt. Þjóðminjavörður sá reyndar í gegnum þetta.“

„Megas eignaði sér þær í ljósriti frá Helga Hóseassyni, sem hafði eignast þær einhvern veginn og dreift í takmörkuðu upplagi. Þetta var költ,“ segir Hörður en Megas samdi tónlist við rímurnar á áttunda áratugnum. Hann hefur flutt rímurnar með Sauðrekunum tvisvar áður en á föstudag verður fluttur sá hluti rímnanna sem fjallar um fæðingu frelsarans í bland við gömul og ný jólalög.-