Heldur sig réttu megin í tungumálinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 24. desember 2014 13:00 Friðrik Rafnsson „Mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk.“ Vísir/Daníel „Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þessar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þremur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíðinni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kundera, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, siturðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerðasafn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólunum,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vandasamt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er einhver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gamansögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrirmyndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig réttum megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“ Menning Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira
„Það er nú ekki alveg rétt að ég hafi þýtt þessar þrjár bækur á árinu,“ segir Friðrik Rafnsson þýðandi sem sendi frá sér þýðingar á þremur bókum árið 2014; Sannleikur um mál Harrys Quebert eftir Joël Dicker, Ævintýraferð fakírsins sem festist inni í IKEA skáp eftir Romain Puértolas og Hátíð merkingarleysunnar eftir Milan Kundera. „Sannleikurinn um mál Harrys Quebert var fullþýdd um síðustu áramót og kom út í febrúar.“ Fyrir þá þýðingu hlaut Friðrik Ísnálina fyrir best þýddu glæpasöguna á Iceland Noir-hátíðinni í nóvember. „Þetta eru mjög ólíkar bækur; spennubók, ekta gamansaga og sú þriðja, Kundera, er sambland af gamni og alvöru. Allar þessar bækur standa undir nafni sem fagurbókmenntir, mjög vel skrifaðar og vandasamt að þýða þær, hverja á sinn hátt.“ Þú hefur þýtt allar bækur Milans Kundera, siturðu við á aðfangadagskvöld og stúderar hann? „Ég hef þýtt hann allan, já, nema hálft ritgerðasafn sem ég geymi mér eins og konfekt á jólunum,“ segir Friðrik og hlær. „En, nei, ég tek mér frí á aðfangadagskvöld og borða gæsalifur og rjúpu.“ Hver af þessum bókum var mesta glíman fyrir þýðandann? „Það var nú kannski Fakírinn vegna þess að húmor er svo vandmeðfarið fyrirbæri og huglægt. Það var bæði ofsalega gaman og vandasamt að ná öllum húmornum og orðaleikjunum hjá Puértolas. Sú glíma var mesta ögrunin fyrir mig sem þýðanda.“ Ég veit það er ekki hægt að gera upp á milli barnanna sinna, en er einhver þessara bóka í meira uppáhaldi hjá þér en önnur? „Mér fannst mjög gaman að glíma við þær allar, enda mjög góðar bækur. en ég get sagt að ég hafði mest gaman af að vinna við Fakírinn, ef það er einhver mælikvarði. Ég hef ekki áður þýtt gamansögu þar sem maður fær að leika sér svona mikið með tungumálið, en ég get alls ekki gert upp á milli þessara bóka.“ Allar bækurnar eru til þess að gera glænýjar, Sannleikurinn um mál Harrys Quebert kom út haustið 2012 og hinar tvær á árunum 2013 og 2014 og Friðrik segir það vera til mikillar fyrirmyndar hversu fljótir íslenskir útgefendur eru að bregðast við því sem hæst ber erlendis. Spurður hvaða bók verði jólalesningin hjá þýðandanum upplýsir hann að það verði nýjasta bók Michels Houellebecq, Undirgefni, sem ekki kemur út í Frakklandi fyrr en 7. janúar 2015. Það kallast að hafa puttann á púlsinum. Er þig ekki farið að dreyma á frönsku eftir allan þennan lestur á frönskum bókmenntum? „Nei, það verður að passa sig að halda sig réttum megin í tungumálinu. Ég reyni alltaf að lesa talsvert mikið af íslenskum bókum til þess að stæla og næra eigin málvitund. Maður má ekki hverfa inn í frummálið og mín reynsla er sú að ég læri alltaf heilmikið í íslensku þegar ég þýði nýtt verk. Þýðingar eru mjög skemmtileg aðferð til að dýpka málvitund sína í eigin tungumáli.“
Menning Mest lesið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Glæsilegt raðhús Maríu Paz til sölu Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fleiri fréttir Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Sjá meira