Hljómsveitirnar Rökkurró og Oyama gáfu báðar út breiðskífur á árinu og munu sveitirnar því fagna liðnu ári á Kexi Hosteli í kvöld ásamt hinni nýju hljómsveit Tófu, sem hefur að geyma meðlimi úr Rökkurró og hljómsveitinni For a Minor Reflection.
Rökkurró heldur í tónleikaferð um Evrópu í byrjun næsta árs og má því búast því að hún verði í fantaformi í kvöld, ásamt þeim Oyama sem fengu einróma lof fyrir plötu sína Coolboy og Tófu, sem verður gaman að heyra á í fyrsta skipti.
Tófa spilar hresst pönk og eru þetta aðrir tónleikar sveitarinnar síðan hún kom fram með Oyama á Iceland Airwaves.
Troða upp með Tófu
