Hanna Birna tekur ekki þingsæti í janúar Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. janúar 2015 19:05 Hanna Birna Kristjánsdóttir var kjörin þingmaður vorið 2013. vísir/pjetur Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún. Lekamálið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir mun ekki snúa á þing í janúar, eins og hún hafði ráðgert. Samkvæmt heimildum Vísis verður hún í leyfi fram í mars. Hanna Birna svaraði umboðsmanni Alþingis vegna frumkvæðisathugunar embættið gerir nú á samskiptum hennar í embætti innanríkisráðherra við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni Alþingis verður bréfið ekki birt fyrr en við lok rannsóknar. Í bréfi sem Hanna Birna sendi í kvöld á alla þá sem skráðir eru í Sjálfstæðisflokkinn segir hún að það hafi verið sérstakt að standa utan stjórnmálanna undanfarnar vikur. Þrátt fyrir að það sé afar stutt síðan hún fór frá og tók sér frí frá pólitíkinni, sé þetta lengsta tímabilið sem hún hafi verið án þeirra viðfangsefna síðan hún fór í fæðingarorlof fyrir tíu árum. „Ég sakna sums og síður annars, en hef notað tímann yfir hátíðarnar til að sinna betur því sem mestu skiptir, fjölskyldunni og fólkinu sem næst mér stendur,“ segir hún. Hún segist hafa farið yfir atburði liðins árs og reynt að draga af þeim pólitísku áföllum og átökum fleiri jákvæða en neikvæða lærdóma. „Ég vildi óska að ég hefði fyrr en ég gerði áttað mig á því hversu erfitt málið yrði; vildi óska að ég hefði gert minna af því að útskýra atburðarás og grípa til varna í máli sem ég gat ekki útskýrt; og vildi óska að ég hefði aldrei rætt málið eða átt nokkur samskipti við fyrrverandi lögreglustjóra vegna þess, þrátt fyrir skýringar hans um að hann færi ekki með stjórn málsins,“ segir hún. Hanna Birna segist ákveðin í því læra af erfiðri reynslu síðasta árs; forgangsraða persónulega með öðrum hætti en hún hafi gert og fylgja hjartanu meira en hefðunum – hvort sem er í stjórnmálunum eða annars staðar. „Eins og ég hef áður sagt hefur þetta mál tekið mjög á mig og mína. Mér finnst ég þurfa að vinna betur úr þeirri reynslu og því sem ég hef að undanförnu lært um stjórnmál, stjórnkerfið, íslenskt samfélag og sjálfsagt bara lífið sjálft. Ég mun því, líkt og áður hefur komið fram, taka mér nokkurra vikna hlé frá þingstörfum. Ég ætla að nýta þann tíma vel og hlakka til ánægjulegs samstarfs við flokksmenn um allt land á nýju ári,“ segir hún.
Lekamálið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira