Audi RS3 er 362 hestafla kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 7. janúar 2015 10:30 Audi RS3 er smár en ofurfrár á fæti. Audi er þekkt fyrir framleiðslu á öflugum langbaksbílum sínum og Audi RS6 ef til vill sá þekktasti með 560 hestafla ógnarafl. Nú er kominn nýr meðlimur í þessa fjölskyldu, þ.e. Audi RS3 langbakur sem skartar 362 hestöflum sem kemur frá 2,5 lítra og fimm strokka bensínvél sem skilar 465 Nm togi. Hann er aðeins 4,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Kaupendur bílsins geta hinsvegar valið um það að hámarkshraði bílsins sé ekki rafrænt takmarkaður og þá er hámarkshraði hans 280 km/klst. Audi RS3 er með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu og aflið fer til allra hjólanna og quattro fjórhjóladrif bílsins sendir allt frá 50% til 100% aflsins til afturhjólanna. Audi RS3 er með lægri fjöðrun en hefðbundinn Audi A3 Sportback. Kaupendur geta valið um karbon-koltrefja-keramik bremsubúnaðar. Nýr Audi RS3 hefur farið í 55 kílóa megrun frá fyrri gerð, sem eykur enn á aksturshæfni bílsins. Í bílnum eru sætin úr Nappa leðri og stýrið er bæði með leðri og Alcantara áklæði. Kaupendur geta einnig valið um körfusportsæti sem vega 7 kílóum minna en hefðbundin framsæti. Bíllinn fer í sölu næsta sumar. Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent
Audi er þekkt fyrir framleiðslu á öflugum langbaksbílum sínum og Audi RS6 ef til vill sá þekktasti með 560 hestafla ógnarafl. Nú er kominn nýr meðlimur í þessa fjölskyldu, þ.e. Audi RS3 langbakur sem skartar 362 hestöflum sem kemur frá 2,5 lítra og fimm strokka bensínvél sem skilar 465 Nm togi. Hann er aðeins 4,3 sekúndur í hundraðið og hámarkshraðinn er takmarkaður við 250 km/klst. Kaupendur bílsins geta hinsvegar valið um það að hámarkshraði bílsins sé ekki rafrænt takmarkaður og þá er hámarkshraði hans 280 km/klst. Audi RS3 er með 7 gíra S-tronic sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu og aflið fer til allra hjólanna og quattro fjórhjóladrif bílsins sendir allt frá 50% til 100% aflsins til afturhjólanna. Audi RS3 er með lægri fjöðrun en hefðbundinn Audi A3 Sportback. Kaupendur geta valið um karbon-koltrefja-keramik bremsubúnaðar. Nýr Audi RS3 hefur farið í 55 kílóa megrun frá fyrri gerð, sem eykur enn á aksturshæfni bílsins. Í bílnum eru sætin úr Nappa leðri og stýrið er bæði með leðri og Alcantara áklæði. Kaupendur geta einnig valið um körfusportsæti sem vega 7 kílóum minna en hefðbundin framsæti. Bíllinn fer í sölu næsta sumar.
Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent