Toyota fagnar 50 ára afmæli á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 5. janúar 2015 13:16 Toyota Crown árgerð 1966 á bílasafninu á Ystafelli. Á árinu 2015 fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Á þessum tíma hefur Toyota unnið sér sess hér á landi sem áreiðanlegur og góður bíll sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Vörulínan er breið, smábílar, fjölskyldubílar, pallbílar, atvinnubílar og jeppar. Um 45.000 Toyotur eru nú í notkun á landinu. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum viðskiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfsfólki sínu strax í upphafi og kappkostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera. Við viljum fá fólk til okkar aftur og aftur enda eru mörg dæmi um fjölskyldur þar sem allir eru á Toyota, jafnvel nokkrar kynslóðir. Okkur þykir vænt um það traust sem Toyotaeigendur hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Toyotaeigendur “ segir Úlfar enn fremur. Auk 50 ára afmælisins fagnar starfsfólk Toyota því nú að Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt. Ýmislegt verður gert til hátíðabrigða á árinu. Bílasýningar verða með veglegra móti og í tilefni afmælisins verður m.a. boðið upp á sérstaka afmælisútgáfu Land Cruiser 150 - „Íslandsjeppans“ - en þar fylgir 33“ breyting með í kaupunum án aukakostnaðar. Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Á árinu 2015 fagnar Toyota á Íslandi því að 50 ár eru liðin frá því fyrsti Toyotabíllinn var seldur á Íslandi. Á þessum tíma hefur Toyota unnið sér sess hér á landi sem áreiðanlegur og góður bíll sem hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Vörulínan er breið, smábílar, fjölskyldubílar, pallbílar, atvinnubílar og jeppar. Um 45.000 Toyotur eru nú í notkun á landinu. Fyrstu Toyoturnar sem komu til landsins árið 1965 voru Crown, Corona og Land Cruiser. Corolla bættist síðan við vörulínuna í kringum 1970. „Við lítum á okkur fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og eigandi fyrirtækisins ásamt Kristjáni Þorbergssyni fjármálastjóra. „Svona fyrirtæki endist ekki lengi nema það átti sig á þörfum viðskiptavinanna og bjóði vöru sem hentar aðstæðum hér á landi. Við fylgjum því fordæmi sem Páll Samúelsson setti með starfsfólki sínu strax í upphafi og kappkostum á hverjum degi að standa okkur í því sem við erum að gera. Við viljum fá fólk til okkar aftur og aftur enda eru mörg dæmi um fjölskyldur þar sem allir eru á Toyota, jafnvel nokkrar kynslóðir. Okkur þykir vænt um það traust sem Toyotaeigendur hafa sýnt okkur í gegnum tíðina og hlökkum til áframhaldandi samstarfs við Toyotaeigendur “ segir Úlfar enn fremur. Auk 50 ára afmælisins fagnar starfsfólk Toyota því nú að Toyota hefur verið mest seldi bíllinn á Íslandi á hverju ári frá 1991 eða í 25 ár samfellt. Ýmislegt verður gert til hátíðabrigða á árinu. Bílasýningar verða með veglegra móti og í tilefni afmælisins verður m.a. boðið upp á sérstaka afmælisútgáfu Land Cruiser 150 - „Íslandsjeppans“ - en þar fylgir 33“ breyting með í kaupunum án aukakostnaðar.
Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent