Framleiðslu hætt á enn einum blæjubílnum Finnur Thorlacius skrifar 16. janúar 2015 15:58 Volkswagen Eos hverfur brátt af sjónarsviðinu. Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S. Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent
Þegar Volkswagen hóf framleiðslu Eos blæjubílsins voru blæjubílar enn vænleg framleiðsla bílaframleiðenda. Síðan þá hafa bílaframleiðendur hætt framleiðslu hvers blæjubílsins á fætur öðrum. Nú hefur Volkswagen tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Eos bílsins og fylgir hann í kjölfarið á blæjuútgáfum bíla eins og Lexus IS og SC, Volvo C70, Ford Focus, Opel Astra, Peugeot 207, Cadillac XLR, Chrysler 200 og Pontiac G6, en framleiðslu þeirra allra hefur verið hætt með blæju. Volkswagen framleiðir þó ennþá tvær gerðir bíla með blæju, þ.e. Golf og Bjölluna og gengur sala þeirra þokkalega. Það er einungis í einum flokki bíla þar sem blæjuútgáfur virðast enn mjög vinsælar, en það er í flokki rándýrra sportbíla eins og Ferrari 458 og McLaren 650S.
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent