Væsir ekki um stuðningsmenn Strákanna okkar í Katar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 15. janúar 2015 11:31 Hótelð er flott og flugvélin var heldur betur í lagi segir Bóas Börkur. „Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“ HM 2015 í Katar Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira
„Nú er hádegi í Katar og hitinn er kominn í góða tveggja stafa tölu,“ segir Bóas Börkur Bóasson sem er staddur úti í Katar ásamt átján öðrum stuðningsmönnum íslenska landsliðsins í handbolta sem keppir þar í heimsmeistaramótinu í handbolta. Þegar blaðamaður Vísis náði til af Bóasi var hann á leiðinni í hádegismat. „Að matinum loknum förum við í rútu á opnunarhátíð mótsins.“ Hann segir stuðningsmennina vera stórhuga. „Við erum nítján sem sem eru hér. Við erum búin að samræma aðgerðir og erum öll komin með flottar landsliðstreyjur sem við fengum frá HSÍ.“ Bóas skrifaði líflega færslu á Facebook, þar sem hann lýsti ferðalaginu til Katar. „Kominn til Qatar, flott flug, aðeins 6 tímar frá Köben. Hin nýja Boeing Dreamliner fór vel með mann, allar veitingar fríar allt flugið, áfengi já,3 heitir réttir á menu, kaffi og koníak, kampavín og hvaðeina, allt frítt, serverað allt flugið,“ segir hann í færslunni. Hann segir hótelið sem hópurinn gistir á vera flott: „Hótelið gamalt og flott 5 stjörnu, erum öll í sérherbergjum, tv, internet frítt og niðri í lobbíi er iPad á öllum borðum, ef einhverjum leiðist. Það eru um 20 manns í lobbýinu sem eru bara að bíða eftir einhverjum til að þjóna, opna dyr, bera töskur, og hjálpa á allan hátt, allir tala enskuna vel. Morgunmatur með öllum þeim réttum sem finnast, beikon, egg, pylsur og kökubarinn er svakalegur. Arabíukaffið styrkir svo æðakerfið hressilega!“ Hann segir svo frá ansi hressilegri bæjarferð sem hópurinn fór í: „Fórum smá hring í miðbænum í gærkveldi á rútunni, háhýsin öll upplýst og það var ótrúlegt að sjá, við erum slatta út frá miðbænum. Kíktum svo smá göngutúr og fundum „24 hour“ búð með öllu sem þarf, á leiðinni til baka fór sportbíll framhjá okkur á löngum beinum vegarkafla, heyrðum hann bara fara hjá eins og sprengju, það kom bara hvellur og svo var hann horfinn, áætluðum að hann hefði skellt kvikindinu í svona 240-250 þarna. Skömmu síðar kom gæi á „superbike“mótorhjóli á 100 á afturhjólinu og hann bara stóð á því svoleiðis kílómeter eða eitthvað.“ Bóas endar svo færsluna á skemmtilegan hátt: „Allavega, byrjar vel, lifi handboltinn!“
HM 2015 í Katar Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið Fleiri fréttir Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Sjá meira