Jóhann Jóhannsson var einn af sigurvegurum kvöldsins. En hann var staddur á hátíðinni ásamt mörgum af helstu stjörnunum kvikmyndabransans. Hér að neðan má sjá myndir sem birtust af stjörnunum á Instagram og gefa kannski örlítið aðra mynd af hátíðinni en myndir sem reglulega birtast í fjölmiðlum af hátíðinni.
Amy Poehler og Tina Fey voru veislustjórar í gær og þótti þeim takast vel upp að halda stuðinu gangandi.
Benedict Cumberbatch stendur hér upp og allra augu beinast að honum. Hann er bráðum að verða pabbi, eins og Vísir sagði frá í síðustu viku.
Kevin Hart og kærastan hans Eniko Parrish voru flott í gær.
Leikkonan Anna Kendrick úr Twilight-þáttunum var flott í kjól frá Moniqe Lhuillier.
George Clooney og Amal Alamuddin voru flott saman. Clooney fékk verðlaun og Alamuddin fékk mikið hrós frá Tina Fey og Amy Poehler fyrir að vera klár og flott kona.
Hver vill ekki eiga eina Selfie með Ophrah Winfrey?
Gullbarkinn John Legend og rappmógúllinn Common fengu verðlaun fyrir besta lag í kvikmynd. Massasáttir.
Jack Black var flottur í tauinu. Alltaf stutt í brosið hjá honum.
Vinkonurnar Tina Fey og Amy Poehler voru flottar í gær.