Leikarinn Kevin Spacey virðist hafa gleymt stað og stund þegar hann notaði blótsyrði í þakkarræðu á Golden Globe hátíðinni. Hann var valinn besti leikarinn í dramaþáttum. Þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur hinn gullna hnött þrátt fyrir að hafa fengið átta tilnefningar.
Hann notaði hið margþekkta F-orð þegar hann lýsti undrun sinni yfir að hafa unnið.
„Þetta hlýtur að vera upphaf hefndartímabils míns. Þetta er í áttunda sinn sem ég hef verið tilnefndur. Ég F****** trúi því ekki að ég hafi unnið,“ sagði hann í ræðu sinni.