Top Gear þríeykið semur til 2018 Finnur Thorlacius skrifar 29. janúar 2015 10:20 Richard Hammond, James May og Jeremy Clarkson, þáttastjórnendur Top Gear þáttanna. Aðdáendur Top Gear bílaþáttanna þurfa ekki að örvænta þar sem þeir þrír þáttastjórnendur sem hafa með þáttagerðina að gera hafa samið við BBC um áframhaldandi starf til ársins 2018. Í fyrra komu upp hættumerki um áframhaldandi tilvist þáttanna þar sem Jeremy Clarkson, einn stjórnendanna, hlýtti rannsókn vegna nokkurra ummæla hans í þáttunum sem þóttu meiðandi fyrir heilu þjóðirnar og ýmsa minnihlutahópa. Þær hafa nú verið gleymdar og grafnar en hann fékk þó viðvaranir og tilmæli um að láta af slíkum ummælum. Top Gear þættirnir skapa BBC mjög mikla tekjur vegna sölu þáttanna til svo til allra landa heims og því væri það sjónvarpsstöðinni mikið áfall að stöðva áframhaldandi gerð þeirra. Nú er þó framtíð þeirra tryggð til næstu þriggja ára og fátt annað fyrir aðdáendur þeirra að gera en að hlakka til næstu þáttaraða. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Aðdáendur Top Gear bílaþáttanna þurfa ekki að örvænta þar sem þeir þrír þáttastjórnendur sem hafa með þáttagerðina að gera hafa samið við BBC um áframhaldandi starf til ársins 2018. Í fyrra komu upp hættumerki um áframhaldandi tilvist þáttanna þar sem Jeremy Clarkson, einn stjórnendanna, hlýtti rannsókn vegna nokkurra ummæla hans í þáttunum sem þóttu meiðandi fyrir heilu þjóðirnar og ýmsa minnihlutahópa. Þær hafa nú verið gleymdar og grafnar en hann fékk þó viðvaranir og tilmæli um að láta af slíkum ummælum. Top Gear þættirnir skapa BBC mjög mikla tekjur vegna sölu þáttanna til svo til allra landa heims og því væri það sjónvarpsstöðinni mikið áfall að stöðva áframhaldandi gerð þeirra. Nú er þó framtíð þeirra tryggð til næstu þriggja ára og fátt annað fyrir aðdáendur þeirra að gera en að hlakka til næstu þáttaraða.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent