Fékk ekki leyfi siðanefndar fyrir aðgerðinni á Andemariam Bjarki Ármannsson skrifar 26. janúar 2015 23:27 Andemariam Beyene var í meistaranámi við Háskóla Íslands þegar hann greindist með krabbamein. Vísir/Vilhelm/Getty Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem þá bjó á Íslandi, er til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu fyrir að hafa ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir þremur aðgerðum sínum, meðal annars þeirri sem Andemariam gekkst undir. Hann er einnig sagður hafa sagt rangt frá um það hvernig aðgerðin heppnaðist í alþjóðlegu læknariti.Lést þrátt fyrir sögulega aðgerð Fréttastofa STV í Svíþjóð sagði í dag frá því að engin gögn séu til hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum um að læknirinn Paolo Macchiarini hafi leitað leyfis hjá siðanefnd fyrir rannsóknum á Karólínska sjúkrahúsinu síðastliðin sex ár, hvað þá fengið slík leyfi. Á árunum 2011 og 2012 framkvæmdi Macchiarini hins vegar þrjár gervibarkaígræðslur á sjúkrahúsinu sem hann skrifaði svo um í fræðilegri ritgerð sem birtist í læknaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að sá síðarnefndi gekkst undir sögulega aðgerð.Vísir/VilhelmFyrsta barkaígræðslan sem Macchiarini framkvæmdi, og raunar sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, var á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem fluttist til Íslands árið 2009 til að afla sér menntunar í að virkja jarðhita. Hann greindist með krabbamein í barka stuttu eftir komuna til Íslands og hlaut hér læknismeðferð. Hann gekkst svo undir aðgerð hjá Macchiarini í Svíþjóð árið 2011 sem vakti heimsathygli, en þar var græddur í hann plastbarki sem búinn hafði verið til á rannsóknarstofu en innsíaður með stofnfrumum hans sjálfs. Þetta dugði þó ekki til að sigrast á veikindum Andemariam sem lést í fyrra á Karólínska sjúkrahúsinu. Af þeim þremur sjúklingum sem Macchiarini á að hafa framkvæmt aðgerð á án leyfis eru tveir nú látnir, Andemariam og bandarískur karlmaður.Kærður af samstarfsmönnum sínum New York Times greindi frá því fyrir áramót að fjórir læknar sem aðstoðað höfðu Macchiarini með aðgerðirnar höfðu kært hann til Karólínska sjúkrahúsins vegna þess að ekkert benti til þess að leyfi hefði fengist fyrir aðgerðunum hjá siðanefnd. Þeir gerðu meðal annars einnig athugasemdir við það að í greininni í The Lancet sé fullyrt að ekkert hafi komið upp á í bataferli Andemariam fimm mánuðum eftir aðgerðina. Sjá einnig: Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Hið rétta sé að áður en greinin var birt hafi þurft að koma fyrir stoðneti í plastbarkanum og Macchiarini hafi átt að vita af því. RÚV greindi frá því á sínum tíma að Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítalanum sem tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, væri ekki meðal þeirra sem kærðu Macchiarini.Heldur fram sakleysi sínu Í frétt STV kemur fram að læknar í Svíþjóð þurfa leyfi siðanefndar heilbrigðiseftirlitsins fyrir öllum nýjum rannsóknum á fólki. Þetta er líka oftast skilyrði fyrir því að niðurstöður rannsókna séu birtar í fræðilegum ritum og í greininni í The Lancet stendur að ígræðslan á Andemariam hafi verið samþykkt af siðanefndinni. Það var þó ekki gert og segir Eva Lind Sheet, formaður siðanefndarinnar, í samtali við STV að það sé mjög leitt að það hafi ekki verið óskað eftir leyfi fyrir þessum aðgerðum. Í frétt New York Times frá því í nóvember harðneitar Macchiarini því að hafa farið á bak við siðareglur og segist handviss um að rannsókn á málinu muni leiða í ljós sakleysi hans. Talsmenn Karólínska sjúkrahússins segja í skriflegu svari til STV að ekki hafi verið litið svo á að leyfi siðanefndar þyrfti fyrir þessum aðgerðum, þar sem um neyðartilfelli væri að ræða og ekki litið á þær sem rannsóknir á fólki. Plastbarkamálið Tengdar fréttir Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 8. júlí 2011 18:47 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 7. júlí 2011 21:31 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem þá bjó á Íslandi, er til rannsóknar hjá sænska heilbrigðiseftirlitinu fyrir að hafa ekki fengið leyfi siðanefndar fyrir þremur aðgerðum sínum, meðal annars þeirri sem Andemariam gekkst undir. Hann er einnig sagður hafa sagt rangt frá um það hvernig aðgerðin heppnaðist í alþjóðlegu læknariti.Lést þrátt fyrir sögulega aðgerð Fréttastofa STV í Svíþjóð sagði í dag frá því að engin gögn séu til hjá sænskum heilbrigðisyfirvöldum um að læknirinn Paolo Macchiarini hafi leitað leyfis hjá siðanefnd fyrir rannsóknum á Karólínska sjúkrahúsinu síðastliðin sex ár, hvað þá fengið slík leyfi. Á árunum 2011 og 2012 framkvæmdi Macchiarini hins vegar þrjár gervibarkaígræðslur á sjúkrahúsinu sem hann skrifaði svo um í fræðilegri ritgerð sem birtist í læknaritinu The Lancet.Tómas Guðbjartsson og Andemariam Beyene eftir að sá síðarnefndi gekkst undir sögulega aðgerð.Vísir/VilhelmFyrsta barkaígræðslan sem Macchiarini framkvæmdi, og raunar sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum, var á Erítreumanninum Andemariam Beyene, sem fluttist til Íslands árið 2009 til að afla sér menntunar í að virkja jarðhita. Hann greindist með krabbamein í barka stuttu eftir komuna til Íslands og hlaut hér læknismeðferð. Hann gekkst svo undir aðgerð hjá Macchiarini í Svíþjóð árið 2011 sem vakti heimsathygli, en þar var græddur í hann plastbarki sem búinn hafði verið til á rannsóknarstofu en innsíaður með stofnfrumum hans sjálfs. Þetta dugði þó ekki til að sigrast á veikindum Andemariam sem lést í fyrra á Karólínska sjúkrahúsinu. Af þeim þremur sjúklingum sem Macchiarini á að hafa framkvæmt aðgerð á án leyfis eru tveir nú látnir, Andemariam og bandarískur karlmaður.Kærður af samstarfsmönnum sínum New York Times greindi frá því fyrir áramót að fjórir læknar sem aðstoðað höfðu Macchiarini með aðgerðirnar höfðu kært hann til Karólínska sjúkrahúsins vegna þess að ekkert benti til þess að leyfi hefði fengist fyrir aðgerðunum hjá siðanefnd. Þeir gerðu meðal annars einnig athugasemdir við það að í greininni í The Lancet sé fullyrt að ekkert hafi komið upp á í bataferli Andemariam fimm mánuðum eftir aðgerðina. Sjá einnig: Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Hið rétta sé að áður en greinin var birt hafi þurft að koma fyrir stoðneti í plastbarkanum og Macchiarini hafi átt að vita af því. RÚV greindi frá því á sínum tíma að Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir hjá Landspítalanum sem tók þátt í aðgerðinni á Andemariam, væri ekki meðal þeirra sem kærðu Macchiarini.Heldur fram sakleysi sínu Í frétt STV kemur fram að læknar í Svíþjóð þurfa leyfi siðanefndar heilbrigðiseftirlitsins fyrir öllum nýjum rannsóknum á fólki. Þetta er líka oftast skilyrði fyrir því að niðurstöður rannsókna séu birtar í fræðilegum ritum og í greininni í The Lancet stendur að ígræðslan á Andemariam hafi verið samþykkt af siðanefndinni. Það var þó ekki gert og segir Eva Lind Sheet, formaður siðanefndarinnar, í samtali við STV að það sé mjög leitt að það hafi ekki verið óskað eftir leyfi fyrir þessum aðgerðum. Í frétt New York Times frá því í nóvember harðneitar Macchiarini því að hafa farið á bak við siðareglur og segist handviss um að rannsókn á málinu muni leiða í ljós sakleysi hans. Talsmenn Karólínska sjúkrahússins segja í skriflegu svari til STV að ekki hafi verið litið svo á að leyfi siðanefndar þyrfti fyrir þessum aðgerðum, þar sem um neyðartilfelli væri að ræða og ekki litið á þær sem rannsóknir á fólki.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 8. júlí 2011 18:47 Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00 Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 7. júlí 2011 21:31 Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Sjá meira
Sér fram á fleiri ígræðslur á manngerðum líffærum Meistaranemi við Háskóla Íslands fékk ígræddan barka úr gerviefni og stofnfrumum fyrir fjórum vikum. Íslenskur skurðlæknir var á meðal þeirra sem komu að aðgerðinni, sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum. 8. júlí 2011 18:47
Einstök aðgerð bjargaði lífi Ár er nú liðið frá því að framkvæmd var einstök aðgerð á Erítreubúanum Andemariam Beyene sem búsettur er á Íslandi. Í aðgerðinni var græddur gervibarki klæddur stofnfrumum í háls Andemariam en aldrei áður hafði gervilíffæri klætt stofnfrumum verið grætt í 9. júní 2012 14:00
Fyrsta manngerða líffærið grætt í meistaranema við HÍ Í fyrsta sinn hefur manngert líffæri verið grætt í manneskju. Líffærið sem um ræðir er barki, og var hann græddur í Andemariam Teklesenbet Beyene, 36 ára gamlan meistaranema í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. 7. júlí 2011 21:31
Barkaígræðsla ratar í virtasta vísindatímarit heims Grein um plastbarkaígræðslu sem íslenskur læknir tók þátt í hefur nú verið birt í einu virtasta vísindatímariti heims, the Lancet. Barkaþeganum, sem er nemandi við Háskóla Íslands, heilsast vel. 24. nóvember 2011 12:24