Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:02 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Ögmundur Jónasson, segir álit umboðsmanns Alþingis sýna að tilefni var til að rannsaka samskipti ráðherrans við lögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson. Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson.
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30