Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna breytti afstöðu sinni til spurninga umboðsmanns eftir að hún sagði af sér embætti. Vísir/Vilhelm Hanna Birna Kristjánsdóttir bað Stefán Eiríksson afsökunar í viðurvist umboðsmanns alþingis á afskiptum sínum af rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var í dag. Í álitinu kemur fram að í bréfi sem Hanna Birna sendi Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni alþingis, 8. janúar síðastliðinn hafi hún viðurkennt að frásögn Stefáns af samskiptum þeirra væri rétt. Í bréfinu sagði hún að samskipti hennar við Stefán hafi ekki verið að öllu leyti réttmæt. Í bréfinu segir Hanna Birna orðrétt: „Það voru mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Ég hefði, óháð skýringum lögreglustjórans og skilningi mínum og ráðuneytisins um að hann færi ekki með stjórn rannsóknarinnar, ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við lögreglustjórann vegna hennar.“Bréf Hönnu Birnu til umboðsmanns:Í tengslum við þá frumkvæðisathugun sem umboðsmaður Alþingis hefur unnið að á samskiptum mínum sem fyrrverandi innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar, hefur umboðsmaður kynnt mér þau gögn og upplýsingar sem hann telur mestu skipta. Hann hefur líka farið yfir með mér þau lagalegu álitaefni sem risið hafa við athugunina um þessi samskipti og það sem okkur Stefáni fór á milli. Auk þess að hafa átt þess kost að fara yfir þessi samskipti með umboðsmanni hef ég síðustu vikur fengið persónulegt svigrúm til að fara yfir atburðarrás málsins og viðbrögð meðan á lögreglurannsókninni stóð. Ég hefði kosið að margt hefði þar verið með öðrum hætti en raunin var. Sú heildarmynd sem ég hef fengið við þetta hefur orðið mér tilefni til þess að gera umboðsmanni grein fyrir eftirfarandi: Það voru mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Ég hefði, óháð skýringum lögreglustjórans og skilningi mínum og ráðuneytisins um að hann færi ekki með stjórn rannsóknarinnar, ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við lögreglustjórann vegna hennar. Ég sé nú að samskipti okkar voru hvorki fyllilega samrýmanleg stöðu minni sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni og ég veit nú að kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar, þrátt fyrir að annað hefði komið fram í samtölum okkar. Þau samrýmdust ekki nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ég geri ekki athugasemdir við að þeim hafi í megindráttum verið rétt lýst að efni til í þeirri frásögn sem umboðsmaður hefur kynnt mér. Mér er einnig ljóst að þessi samskipti voru ekki að öllu leyti réttmæt af mér gagnvart lögreglustjóranum. Ég hef þegar, að viðstöddum umboðsmanni, rætt við Stefán og beðið hann afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu minni í þeim. Mér er jafnframt ljóst eftir áðurnefnda yfirferð yfir málið að þau svör og skýringar sem ég veitti umboðsmanni í bréfum í tilefni af fyrirspurnum hans hefðu mátt vera ítarlegri og með bréfi þessu vil ég tryggja að ég hafi veitt umboðsmanni þær upplýsingar í samræmi við lög um umboðsmann Alþingis áður en athugun hans lýkur. Alþingi Lekamálið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir bað Stefán Eiríksson afsökunar í viðurvist umboðsmanns alþingis á afskiptum sínum af rannsókn lögreglunnar á leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem birt var í dag. Í álitinu kemur fram að í bréfi sem Hanna Birna sendi Tryggva Gunnarssyni, umboðsmanni alþingis, 8. janúar síðastliðinn hafi hún viðurkennt að frásögn Stefáns af samskiptum þeirra væri rétt. Í bréfinu sagði hún að samskipti hennar við Stefán hafi ekki verið að öllu leyti réttmæt. Í bréfinu segir Hanna Birna orðrétt: „Það voru mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Ég hefði, óháð skýringum lögreglustjórans og skilningi mínum og ráðuneytisins um að hann færi ekki með stjórn rannsóknarinnar, ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við lögreglustjórann vegna hennar.“Bréf Hönnu Birnu til umboðsmanns:Í tengslum við þá frumkvæðisathugun sem umboðsmaður Alþingis hefur unnið að á samskiptum mínum sem fyrrverandi innanríkisráðherra og fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, Stefáns Eiríkssonar, hefur umboðsmaður kynnt mér þau gögn og upplýsingar sem hann telur mestu skipta. Hann hefur líka farið yfir með mér þau lagalegu álitaefni sem risið hafa við athugunina um þessi samskipti og það sem okkur Stefáni fór á milli. Auk þess að hafa átt þess kost að fara yfir þessi samskipti með umboðsmanni hef ég síðustu vikur fengið persónulegt svigrúm til að fara yfir atburðarrás málsins og viðbrögð meðan á lögreglurannsókninni stóð. Ég hefði kosið að margt hefði þar verið með öðrum hætti en raunin var. Sú heildarmynd sem ég hef fengið við þetta hefur orðið mér tilefni til þess að gera umboðsmanni grein fyrir eftirfarandi: Það voru mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Ég hefði, óháð skýringum lögreglustjórans og skilningi mínum og ráðuneytisins um að hann færi ekki með stjórn rannsóknarinnar, ekki átt að eiga í nokkrum samskiptum við lögreglustjórann vegna hennar. Ég sé nú að samskipti okkar voru hvorki fyllilega samrýmanleg stöðu minni sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni og ég veit nú að kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar, þrátt fyrir að annað hefði komið fram í samtölum okkar. Þau samrýmdust ekki nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ég geri ekki athugasemdir við að þeim hafi í megindráttum verið rétt lýst að efni til í þeirri frásögn sem umboðsmaður hefur kynnt mér. Mér er einnig ljóst að þessi samskipti voru ekki að öllu leyti réttmæt af mér gagnvart lögreglustjóranum. Ég hef þegar, að viðstöddum umboðsmanni, rætt við Stefán og beðið hann afsökunar á þessum samskiptum og framgöngu minni í þeim. Mér er jafnframt ljóst eftir áðurnefnda yfirferð yfir málið að þau svör og skýringar sem ég veitti umboðsmanni í bréfum í tilefni af fyrirspurnum hans hefðu mátt vera ítarlegri og með bréfi þessu vil ég tryggja að ég hafi veitt umboðsmanni þær upplýsingar í samræmi við lög um umboðsmann Alþingis áður en athugun hans lýkur.
Alþingi Lekamálið Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira