Tesla slátrar 707 hestafla Challenger Hellcat Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2015 12:42 Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda. Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent
Margir hefðu haldið að afar jöfn keppni stæði á milli Dodge Challenger Hellcat með sín 707 hestöfl gegn 691 hestafla Tesla Model S P85D í spyrnu. Afl er samt ekki allt, það þarf að skila öllu hestöflunum niður í undirlagið. Sá munur er á þessum bílum að Teslan er með fullkomna spólvörn auk fjórhjóladrifs, en það á ekki við Challenger bílinn og ef öll hestöfl hans er virkjuð framleiðir hann frekar gúmmíreyk en hraða. Því leikur Tesla bíllinn sér að þessu „muscle car“-trölli sem Challenger Hellcat er og skilar hann eftir í eigin reyk. Í þessari spyrnu setti Tesla bíllinn reyndar heimshraðamet rafdrifinna bíla í kvartmíluakstri og var endahraði hans 185 km/klst. Það tók Tesluna 11,7 sekúndur að renna kvartmíluna á enda. Tesla Model S P85D er ekki nema 3,2 sekúndur í hundraðið svo það þarf ansi öfluga bíla til að slá honum við í spyrnu. Porsche 911 Turbo S ætti reyndar að rétt hafa hann, en uppgefinn tími hans í 100 er 3,1 sekúnda.
Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent