Bílum að verðmæti 7 milljörðum króna bjargað úr strönduðu skipi Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2015 10:45 Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Þann 3. janúar síðastliðinn sigldi skipstjóri stóru flutningaskipi í strand eftir að skipið hallaði svo mikið að það var að sökkva. Strandaði hann skipinu á sandrifi fyrir utan strendur Ermasundseyjarinnar Isle of Wight. Með því bjargaði hann verðmætum farmi skipsins, en í því voru 1.400 bílar frá Land Rover, Jaguar og Mini að verðmæti 7 milljarða króna. Þessa dagana er verið að afferma bílana úr skipinu. Margir þeirra eru skemmdir og ljóst að sumir þeirra fara í niðurrif, en þó verður gert við flesta þeirri og enn aðrir eru stráheilir. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá bílana affermda og fara þar margir lúxusvagnarnir sem vafalaust sumir munu fagna að liggi ekki nú á hafsbotni. Skipið, sem er 51.000 tonn að þyngd og ógnarstórt skemmdist mjög lítið og verður fljótlega komið á flot aftur.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent