Eftir æfinguna gekk tók blaðamaður Dagbladet Elías Má tali og sýndi honum mynd af sjálfum sér þar sem hann líkist poppprinsinum Justin Bieber.
„Hverjum líkist maðurinn á þessari mynd?“ spurði hann. [Hlær] „Mér,“ svaraði Elías enda var myndin af honum.
„Og Justin Bieber?“ spurði blaðamaðurinn Roy Wahlström.“ „Nei, það finnst mér ekki,“ svaraði Elías. Keflvíkingnum unga var svo sýnd mynd af Bieber sjálfum en hann gaf sig ekki.

Viðtalið varð eftir þessa byrjun öllu eðlilegra og var Elías Már spurður hvort hann væri svipaður leikmaður og Viðar Örn Kjartansson.
„Kjetil Rekdal [Yfirmaður knattspyrnumála] er búinn að segja að ég á ekki að leysa Viðar Örn af hólmi. Ég á bara að einbeita mér að því að komast í liðið. Ég mun reyna að skora eins mörg mörk og ég get,“ segir Elías Már.
Alla greinina á norsku má lesa hér.