Mitsubishi og Nissan hætta við samstarf Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 08:45 Mitsubishi Outlander PHEV. Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent
Til stóð hjá Mitsubishi og Nissan að framleiða saman að minnsta kosti einn fólksbíl í D-stærðarflokki, en nú hefur verið hætt við þau áform. Ekki liggur ljóst fyrir hvað varð til þess að þessi áform voru lögð til hliðar. Viðræður á milli fyrirtækjanna voru komnar lengra en með framleiðslu á þessum frekar stóra fólksbíls, heldur einnig bíls í C-stærðarflokki, sem og smáum rafmagnsbíl fyrir Japansmarkað. Ekki verður af neinum þessara bíla. Meiningin var að framleiða þessa bíla í verksmiðju Nissan-Renault í Busan í S-Kóreu. Þessi stefnubreyting gerir það þó ekki að verkum að nýir bílar komi á næstunni frá Mitsubishi, en brátt er von á nýjum Mirage og uppfærðir Outlander og Lancer koma á næsta ári. Hvort þessi ákvörðun nú tengist óvæntum og góðum árangri Mitsubishi á síðasta ári er ekki ljóst, en Mitsubishi seldi til dæmis 24,8% fleiri bíla í Bandaríkjunum í fyrra en ári fyrr.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent