Hreindýr í miðbæ Egilsstaða Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2015 11:30 Um tuttugu hreindór spókuðu sig í miðbæ Egilsstaða. Mynd/Ívar Ingimarsson „Þetta gerist alltaf reglulega og ég er ekki frá því að að sé jafnvel meira um þetta núna en hefur verið. Ég hef reyndar bara búið hér í þrjú fjögur ár, en mér er sagt að þetta gerist reglulega. Þau birtast þegar þeim hentar,“ segir Ívar Ingimarsson í samtali við Vísi. Hann tók myndir af tuttugu hreindýra hópi í gærmorgun, þar sem þau stóðu í um 40 til 50 metra fjarlægð frá veginum í gegnum bæinn. „Þau voru bara að dóla sér rétt fyrir neðan Hótel Hérað og Bónus, á túni sem er í raun í miðbæ Egilsstaða. Þau voru þarna í nokkra tíma að ná sér í gras og unnu sig rólega í gegnum túnin sem liggja með veginum og miðbænum.“ Ívar segir fjölmarga hafa stöðvað bíla sína við hreindýrin og tekið myndir og að ferðamenn hafi haft sérstaklega gaman af þeim. „Þau voru mjög spök. Þetta er ekki langt frá veginum þar sem við vorum að taka myndir af þeim. Útlendingarnir eru mikið að elta norðurljósin og svo vita þeir af hreindýrunum hér fyrir austan. Þeim finnst meiriháttar spennandi að sjá þau líka.“ „Þeir segja að þau séu að koma hingað í innkaupaferðir. Það erum margir sem segja að Egilsstaðir sé hreindýrabær Íslands. Þau eru hérna fyrir austan og það eru ekki margir staðir þar sem þau spóka sig um í miðbænum.“ Post by Gistihús Olgu. Post by Gistihús Olgu. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
„Þetta gerist alltaf reglulega og ég er ekki frá því að að sé jafnvel meira um þetta núna en hefur verið. Ég hef reyndar bara búið hér í þrjú fjögur ár, en mér er sagt að þetta gerist reglulega. Þau birtast þegar þeim hentar,“ segir Ívar Ingimarsson í samtali við Vísi. Hann tók myndir af tuttugu hreindýra hópi í gærmorgun, þar sem þau stóðu í um 40 til 50 metra fjarlægð frá veginum í gegnum bæinn. „Þau voru bara að dóla sér rétt fyrir neðan Hótel Hérað og Bónus, á túni sem er í raun í miðbæ Egilsstaða. Þau voru þarna í nokkra tíma að ná sér í gras og unnu sig rólega í gegnum túnin sem liggja með veginum og miðbænum.“ Ívar segir fjölmarga hafa stöðvað bíla sína við hreindýrin og tekið myndir og að ferðamenn hafi haft sérstaklega gaman af þeim. „Þau voru mjög spök. Þetta er ekki langt frá veginum þar sem við vorum að taka myndir af þeim. Útlendingarnir eru mikið að elta norðurljósin og svo vita þeir af hreindýrunum hér fyrir austan. Þeim finnst meiriháttar spennandi að sjá þau líka.“ „Þeir segja að þau séu að koma hingað í innkaupaferðir. Það erum margir sem segja að Egilsstaðir sé hreindýrabær Íslands. Þau eru hérna fyrir austan og það eru ekki margir staðir þar sem þau spóka sig um í miðbænum.“ Post by Gistihús Olgu. Post by Gistihús Olgu.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira