„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 10:59 Morrissey mun ekki koma fram á tónleikum í Hörpu en tónleikahaldarar leita nú að öðrum stað fyrir breska tónlistarmanninn á höfuðborgarsvæðinu. Getty/GVA „Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það er ekki útséð að það verði ekki tónleikar,“ segir Halldór Kvaran, hjá RR ehf., um ákvörðun breska tónlistarmannsins að spila ekki í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu í Reykjavík vegna þess að þar er boðið upp á kjöt. Það var Nútíminn sem greindi fyrstur frá þessu máli hér á landi í gærkvöldi en þar er vitnað í yfirlýsingu frá tónlistarmanninum sem birtist á vef aðdáenda hans sem nefnist True to You. Halldór Kvaran hafði staðið í samningaviðræðum við Morrissey um tónleika í Hörpu en þær strönduðu á því samningsatriði að boðið er upp á kjöt í Hörpu. „Mér skilst að hann spili ekki á stöðum þar sem kjöt er selt og við getum náttúrlega ekki stjórnað því að hvað er á matseðlinum í Hörpu. Þannig að Harpan er dottin út sem möguleiki og við erum að kíkja eftir því hvort það sé einhver annar staður sem við getum notað. Það er ekki flóknara en það,“ segir Halldór. Morrissey er þekktur fyrir andstöðu sína gegn kjötáti en í fyrra sagðist hann ekki sjá mun á barnaníð og kjötáti þegar hann satt fyrir svörum á fyrrnefndri síðu aðdáenda hans True To You. „Þetta er eins og að segja að ég myndi ekki spila í einhverju húsi ef rafmagnið er fengið úr kjarnorku. Þannig að Harpan er ekki möguleiki í þessu tilfelli. Við erum að kíkja hvort við finnum eitthvað annað eða við gefum þetta frá okkur,“ segir Halldór hjá RR ehf. sem hefur staðið fyrir tónleikum hér á landi með hljómsveitum á borð við Metallica, Iron Maiden, Robbie Williams, Elton John, David Bowie og fleirum.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira