Gjaldþrotameðferð Spyker snúið við Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2015 09:16 Sportbíll úr smiðju Spyker. Hollenski sportbíla-framleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskipti í Spyker og fengu þeir kröfum sínum framgengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðuð betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og snéru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan rafhlöðuframleiðanda. Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent
Hollenski sportbíla-framleiðandinn Spyker, sem lýstur var gjaldrota þann 18. desember síðastliðinn, er bara alls ekki gjaldþrota. Þessu komust dómarar að er þeir tóku fyrir áfrýjun stjórnenda Spyker á þessum úrskurði frá því fyrir jól. Það voru kröfuhafar í Spyker sem þrýstu á um gjaldþrotaskipti í Spyker og fengu þeir kröfum sínum framgengt frá hollenskum dómstólum. Eftir að staða Spyker hafði hins vegar verið skoðuð betur komust dómstólar í Hollandi að því að ekki hefði verið rétt að lýsa fyrirtækið gjaldþrota og snéru því úrskurðinum við. Þessi ákvörðun breytir að sjálfsögðu öllu fyrir Spyker og nú ætlar fyrirtækið að halda áformum sínum til streitu að setja á markað Spyker B6 Venator bílinn sem fyrirtækið vann að fyrir þessar hremmingar. Er það tiltölulega smár sportbíll á ferð sem höfða á til breiðari hóps viðskiptavina en með fyrri gerðum Spyker bíla. Í áframhaldi verður svo unnið að þróun rafmagnsbíls, en það hefur lengi staðið til hjá Spyker og það í samstarfi við bandarískan rafhlöðuframleiðanda.
Mest lesið Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Erlent Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent