Blur tilkynnir fyrstu plötuna í tólf ár Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2015 14:58 Damon Albarn, söngvari Blur. Vísir/EPA Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Tólf ár eru síðan síðasta plata bresku sveitarinnar Blur kom út en nú er væntanlega ný plata frá Íslandsvinunum sem kemur út 27. apríl. Platan mun bera heitið The Magic Whip en sveitin tilkynnti í leiðinni að hún muni leika á tónleikum í Hyde Park í Lundúnum 20. júní næstkomandi. Sveitin kynnti þessi áform sín á blaðamannafundi á kínverskum veitingastað í Lundúnum en í dag er nýársdagur samkvæmt kínverska dagatalinu og er ár geitarinnar gengið í garð samkvæmt því. Í viðtali við breska tímaritið NME í fyrra sagði Damon Albarn, söngvari Blur, frá því að sveitin hefði hljóðritað 15 lög í Hong Kong en eitt af þeim lögum sem verða á plötunni ber heiti Pyongyang en Albarn segir það lýsa upplifun sinni þegar hann fór til Norður Kóreu.Svona mun umslag nýju plötunnar líta út.Lögin á plötunni eru eftirfarandi: Lonesome StreetNew World TowersGo OutIce Cream ManThought I Was A SpacemanI BroadcastMy Terracotta HeartThere Are Too Many Of UsGhost ShipOng OngMirrorball Blur gaf síðast út plötuna Think Tank árið 2003 en sveitin átti miklum vinsældum að fagna á tíunda áratug síðustu aldar og barðist við samlanda sína í Oasis um vinsældir. Böndin tvö voru þau allra vinsælustu á meðan Britpop-æðið stóð sem hæst en einhverjir muna kannski eftir þegar sveitirnar gáfu samtímis út smáskífur 12. ágúst árið 1995. Um var að ræða annars vegar Roll With It með Oasis og Country House með Blur. Breska tímaritið NME lýsti þessari útgáfu sem bardaga sveitana um þungavigtarbelti Britpoppsins. Blur vann þennan bardaga með því að selja 274 þúsund eintök en Oasis 216 þúsund eintök. Fór auk þess Country House í fyrsta sæti vinsældarlista en Roll With It í annað. Þó að Blur hafi unnið þennan bardaga þá átti Oasis eftir að fagna meiri velgegni í plötusölu í náinni framtíð. Oasis náði til að mynda miklum vinsældum í Bandaríkjunum með lögunum Wonderwall og Champagne Supernova og seldist önnur plata þeirra (What´s the Story) Morning Glory? í fjórum milljónum eintaka á Bretlandseyjum og þriðja mest selda plata Bretlands frá upphafi.Hér fyrir neðan má heyra eitt laganna af nýju plötunni, Go Out.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira