Þegar rætt er um súkkulaði þá þarf oft að hafa í huga hvað er um að ræða því súkkulaði getur verið duft, fita, deig, massi eða smjör.
Yfir 30% af innihaldi súkkulaðis er fita og um helmingur súkkulaðis er sykur. Í 100 grömmum (sem jafngildir einni súkkulaðiplötu) eru yfir 500 hitaeiningar (kcal). Það getur verið ágætt að hafa það bakvið eyrað ef verið er að telja hitaeiningar en jafnframt læðast í súkkulaðibita.
Ströng viðmið gild fyrir samsetningu súkkulaðis og merkingu þess hér á Íslandi en ef rýnt er í innihaldslýsingar erlends súkkulaðis þá kemur ýmislegt í ljós.
Súkkulaði getur innihaldið allskyns næringarefni en einnig aukaefni. Sum þessara aukaefna hafa verið tengd við möguleg heilsufarsvandamál líkt og ýmis litarefni sem geta haft áhrif á hegðun, sérstaklega í börnum.
Því getur verið mikilvægt að vanda valið á súkkulaði og velja frekar lífrænt súkkulaði eða súkkulaði sem er handgert frá konditor bakaríi þegar gera á vel við sig.

