Sterkasti bíll í heimi Finnur Thorlacius skrifar 11. febrúar 2015 10:07 Volvo bílar hafa ávallt verið þekktir fyrir styrk sinn og mikið öryggi. Einhverjir hafa haldið því fram að Volvo 850 sé sterkasti bíll sem staðið hefur almenningi til boða. Það vildi einn ágætur maður sanna og prófaði að klessa honum á marga tugi bíla í bílakirkjugarði. Sá Volvo 850 bíll sem notaður var til verksins er algerlega óbreytt wagon útgáfa bílsins með 2,5 lítra vél. Hafði honum verið ekið 483.000 kílómetra og því þjónað eigendum sínum vel. Hann átti þó ýmislegt eftir því nær ógerningur var að eyðileggja hann þó svo endalaust væri ekið á aðra bíla, honum velt fjölmörgum sinnum og stokkið á honum og lent á öðrum bílum. Bíllinn einfaldlega neitaði að gefast upp og forvitnilegt er að sjá í myndskeiðinu hvað hann þolir. Með þessu uppátæki hefur því líklega sannast að Volvo 850 er sterkasti bíll í heimi. Dirfska ökumannsins er einnig eftirtektarverð. Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent
Volvo bílar hafa ávallt verið þekktir fyrir styrk sinn og mikið öryggi. Einhverjir hafa haldið því fram að Volvo 850 sé sterkasti bíll sem staðið hefur almenningi til boða. Það vildi einn ágætur maður sanna og prófaði að klessa honum á marga tugi bíla í bílakirkjugarði. Sá Volvo 850 bíll sem notaður var til verksins er algerlega óbreytt wagon útgáfa bílsins með 2,5 lítra vél. Hafði honum verið ekið 483.000 kílómetra og því þjónað eigendum sínum vel. Hann átti þó ýmislegt eftir því nær ógerningur var að eyðileggja hann þó svo endalaust væri ekið á aðra bíla, honum velt fjölmörgum sinnum og stokkið á honum og lent á öðrum bílum. Bíllinn einfaldlega neitaði að gefast upp og forvitnilegt er að sjá í myndskeiðinu hvað hann þolir. Með þessu uppátæki hefur því líklega sannast að Volvo 850 er sterkasti bíll í heimi. Dirfska ökumannsins er einnig eftirtektarverð.
Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent