Varðhaldi hafnað yfir hælisleitanda sem sagðist „elska“ ISIS Bjarki Ármannsson skrifar 23. febrúar 2015 18:09 Grunur leikur á að maðurinn hafi gefið upp rangar persónuupplýsingar. Vísir/GVA Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald. Mið-Austurlönd Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir tveimur hælisleitendum var hafnað. Annar þeirra sagðist við skýrslutöku lögreglu „elska“ hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið og skoðaði efni á tölvu sinni þar sem sjá má aftökur á fólki, að því er segir í ákæru.Gáfu sig fram án skilríkja Samkvæmt greinargerð lögreglu gáfu mennirnir tveir sig fram við lögreglustöðina á Hverfisgötu í síðasta mánuði og lögðu fram beiðni um hæli. Sögðust þeir vera bræður og að þeir hefðu ferðast frá heimalandi sínu, sem ekki er tilgreint í dómsorðum, fyrir nokkrum árum síðan með viðkomu í öðrum löndum. Þeir voru ekki með skilríki á sér og sögðust aldrei hafa átt slíkt. Þeim var komið fyrir í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Verkefnastjóri í málefnum hælisleitenda á svo að hafa greint frá því að annar hælisleitendanna tveggja, sem segist fæddur árið 1998, hafi fljótlega farið að sýna af sér „sjálfsskaðandi hegðun.“ Meðal annars hafi hann kveikt í rúmi sínu og sýnt starfsfólki húsnæðisins ógnandi tilburði. Lögregla fékk heimild til þess að spegla tölvu sem ungi hælisleitandinn notaði á meðan hann dvaldi á heimilinu en þar kom í ljós að hann hafi skoðað mikið af efni sem tengdist hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkið og Boko Haram. Meðal annars á hann að hafa skoðað efni þar sem sjá má aftökur á fólki.Sagðist vilja taka þátt í stríði fyrir guð Lögregla tók ljósmyndir og fingraför af hælisleitendunum tveimur er þeir gáfu sig fram en samkvæmt ákærunni leiddi það í ljós að mennirnir höfðu ekki gefið upp rétt nöfn og fæðingarár. Samkvæmt upplýsingum Interpol séu þeir þekktir undir öðrum nöfnum og sá sem sagðist fæddur 1998 í raun fæddur 1992. Þeir séu eftirlýstir erlendis fyrir að hafa ekki sinnt boðunum vegna hælisumsókna og að brottvísa eigi þeim úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Sá ákærði játaði í skýrslutöku í síðustu viku að hafa gefið upp rangar persónuupplýsingar, að því er segir í ákærunni. Þá hafi hann, aðspurður hvort hann styddi aðferðir Íslamska ríkisins, sagst „elska“ samtökin, þau væru ekki fyrir stríð og ekki fyrir pyntingar. Hafi hann sagst vilja fara úr landi og taka þátt í „stríði fyrir guð.“ Í dómsorðum héraðsdóms er fallist á að rökstuddur grunur leiki á að hinn ákærði hafi gefið upp rangar upplýsingar um hvenær hann er fæddur. Álit kunnugra liggi þó ekki fyrir um hvort hann geti ekki verið frá því landi sem hann segist vera frá. Þar segir jafnframt að ekki megi beita útlending varðhaldi nema það sé nauðsynlegt til að ná lögmætu markmiði og að því verði ekki náð með öðru og vægara móti. Hæstiréttur og héraðsdómur benda á að til mögulegra vægari úrræða hafi ekki verið gripið af lögreglu og því ekki grundvöllur fyrir því að vista mennina í gæsluvarðhald.
Mið-Austurlönd Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira