Jóhann hlaut sem kunnugt er Golden Globe verðlaunin fyrir sama verk fyrr á árinu. Ef hann hlýtur svo náð akademíunnar í kvöld, verður hann fyrstur Íslendinga til að taka á móti Óskarsverðlaunum.
Vísir mun fylgjast með verðlaunaafhendingunni á Twitter í alla nótt og bíður áhugamönnum um kvikmyndir og fræga fólkið að tísta með. Útsending frá rauða dreglinum hefst á RÚV klukkan 23.55 en frá verðlaunaafhendingunni sjálfri klukkan 01.30. Kynnir verður leikarinn Neil Patrick Harris.