Hnúfubakar í síld við hringveginn í Miðfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2015 20:30 Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga. Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sjómenn á Hvammstanga hafa séð óhemju af hnúfubaki á Miðfirði að undanförnu, allt upp í ellefu stórhveli í einu, og það rétt utan við þorpið. Skipverjarnir á Hörpu HU voru að leggja upp í róður árla morguns frá Hvammstanga þegar þeir sögðu okkur frá stórhvelunum. „Óhemju af hnúfubak. Bara hérna í síðustu viku töldum við ellefu hérna inni á Miðfirði á einum degi,“ sagði Ómar Karlsson skipstjóri og útgerðarmaður í samtali við Stöð 2. Ómar segir að hnúfubakarnir hafi verið sjást rétt fyrir utan Hvammstanga og raunar alveg inn í botn Miðfjarðar og telur að þeir séu að elta smásíld. Þess má geta að hringvegurinn í Húnavatnssýslum liggur við botn Miðfjarðar. -En breytir Ómar þá ekki bátnum í hvalaskoðunarbát? „Það fer að verða grundvöllur fyrir því að vera með hvalaskoðun allt árið því hann virðist ekkert fara. Hann er voðalega rólegur, hnúfubakurinn. Hann kippir sér ekkert upp við það þótt við rennum upp að honum.“Hnúfubakur á Miðfirði síðastliðið sumar.Mynd/Selasigling ehf.Hvammstangabúar gera reyndar út sela- og náttúruskoðunarbátinn Brimil á sumrin og þar um borð náðu starfsmenn Selasiglingar ehf. myndum af hnúfubökum, - og raunar einnig hrefnum, - í fyrrasumar. Hnúfubakar verða um fimmtán metra langir og 40 tonn að þyngd. Sjómennirnir á Hörpu eru hins vegar ekkert of hrifnir af öllum þessum hnúfubökum, þeir virðist fæla fiskinn í burtu. „Já. Að minnsta kosti er það þannig að þegar við erum kannski í ágætis fiskeríi, svo mætir hann á svæðið, þá hverfur allt alveg um leið. Það er eins og þurrkist bara út um leið og hann kemur, fiskurinn virðist forðast hann,“ segir Ómar Karlsson skipstjóri.Harpa HU siglir úr Hvammstangahöfn út á Miðfjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Einnig var rætt við Ómar í þættinum „Um land allt" á Stöð 2, sem fjallaði um samfélagið á Hvammstanga.
Húnaþing vestra Um land allt Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira