Ríkur Finni fékk 8 milljón króna hraðasekt Finnur Thorlacius skrifar 5. mars 2015 13:16 Þokkaleg upphæðin á sekt Finnans efnaða. Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi. Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent
Í Finnlandi miðast sektir vegna umferðalagabrota við tekjur þeirra sem brjóta lögin. Því getur verið ansi dýrt fyrir efnaða þar í landi að komast í kast við þau. Það fékk einn Finni, Reima Kuisla, að finna fyrir um daginn. Hann fékk rukkun uppá 54.024 evrur fyrir það brot sitt að aka bíl sínum á 103 km hraða þar sem hámarkshraði var 80. Ekki er hægt að segja að um ofsaakstur hans hafi verið að ræða og spurning hversu sektin hefði verið há ef hann hefði kítlað pinnann örlítið meira. Reima Kuisla er efnaður maður og tekjur hans á síðasta ári námu 950 milljónum króna. Það fer því nærri að hann þurfi að greiða 1% af launum sínum í fyrra í þessa sekt. Reima sagði eftir að hann hafði fengið þessa sekt að það væri í raun engin leið fyrir efnað fólk að búa lengur í Finnlandi og að hann væri að hugleiða það að flytja úr landi.
Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent