Ekki hvarflað að lögreglustjóranum að segja af sér Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2015 09:38 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri. Vísir/Stefán „Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Lögreglustjórinn segist fegin að niðurstaða Persónuverndar liggi fyrir vegna athugunar hennar á greinargerð sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á Suðurnesjum. Greinargerðin varðaði mál hælisleitandans Tony Omos og fleiri aðila. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd og meðferð upplýsinga þegar hún lét Gísla Frey fá umrædda greinargerð. Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr var nokkrum mánuðum síðar dæmdur fyrir lekann sem hann viðurkenndi eftir að hafa fyrst neitað. Sigríður Björk var færð til í starfi og ráðinn lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Stefán Eiríksson hætti í því starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt samskipti Hönnu Birnu við Stefán harðlega í skýrslu sem birt var nýverið. Staðan var ekki auglýst heldur skipaði Hanna Birna Sigríði sem nýjan lögreglustjóra. Hún gegnir þeirri stöðu í dag. Í kjölfar þess að Persónuvernd skilaði niðurstöðu sinni vegna samskipta Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys hefur fréttastofa 365 ítrekað reynt að ná tali af henni en án árangurs. Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15 Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
„Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um þetta mál að undanförnu, bæði réttmætt og annað beinlínis rangt. Ég hef lært mikið af þessu ferli en það hefur ekki hvarflað að mér að segja af mér embætti,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, í viðtali við Morgunblaðið í dag. Lögreglustjórinn segist fegin að niðurstaða Persónuverndar liggi fyrir vegna athugunar hennar á greinargerð sem hún sendi Gísla Frey Valdórssyni, aðstoðarmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Sigríður Björk var þá lögreglustjóri á Suðurnesjum. Greinargerðin varðaði mál hælisleitandans Tony Omos og fleiri aðila. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd og meðferð upplýsinga þegar hún lét Gísla Frey fá umrædda greinargerð. Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. Gísli Freyr var nokkrum mánuðum síðar dæmdur fyrir lekann sem hann viðurkenndi eftir að hafa fyrst neitað. Sigríður Björk var færð til í starfi og ráðinn lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Stefán Eiríksson hætti í því starfi. Umboðsmaður Alþingis hefur gagnrýnt samskipti Hönnu Birnu við Stefán harðlega í skýrslu sem birt var nýverið. Staðan var ekki auglýst heldur skipaði Hanna Birna Sigríði sem nýjan lögreglustjóra. Hún gegnir þeirri stöðu í dag. Í kjölfar þess að Persónuvernd skilaði niðurstöðu sinni vegna samskipta Sigríðar Bjarkar og Gísla Freys hefur fréttastofa 365 ítrekað reynt að ná tali af henni en án árangurs.
Alþingi Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15 Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13
Fær ekki áminningu Ólöf Nordal innanríkisráðherra ber traust til Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur lögreglustjóra þrátt fyrir að hún hafi ekki haft heimild til miðlunar persónuupplýsinga. Sigríður verður ekki áminnt af ráðuneytinu og engin eftirmál verða. 3. mars 2015 07:15
Segir Sigríði engin lög hafa brotið Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og lögmaður er sammála túlkun lögreglustjórans á úrskurði Persónuverndar. 28. febrúar 2015 19:30