Japanskir verkamenn í bílaverksmiðjum vilja hluta hagnaðar Finnur Thorlacius skrifar 3. mars 2015 14:30 Í japanskri bílaverksmiðju. Öllum bílafyrirtækjum Japans gekk vel á síðasta ári og samanlagður hagnaður þeirra nemur 4.453 milljörðum króna. Starfsfólk í verksmiðjum þeirra krefjast nú hluta þess hagnaðar og lái þeim hver sem vill. Kröfur stéttarfélaga þeirra sækjast nú eftir hækkun allra starfsmanna þeirra um 50 dollara á mánuði, eða um 6.600 krónur. Það virðist ekki há krafa í samanburði við risahagnaðinn, en þessi hækkun myndi krefjast 1/56 af árshagnaðinum í fyrra fyrir þá 766.000 starfsmenn sem vinna í Japan fyrir þessi fyrirtæki. Japönsku bílafyrirtækin hafa ekki verið svo viljug að hækka laun starfsmanna sinna svo það gæti stefnt enn einu sinni í verkföll í japönskum bílaverksmiðjum. Ástæða þess hve japönsku bílafyrirtækin högnuðust vel í fyrra var lágt gengi japanska yensins og árið í ár lítur jafnvel út. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent
Öllum bílafyrirtækjum Japans gekk vel á síðasta ári og samanlagður hagnaður þeirra nemur 4.453 milljörðum króna. Starfsfólk í verksmiðjum þeirra krefjast nú hluta þess hagnaðar og lái þeim hver sem vill. Kröfur stéttarfélaga þeirra sækjast nú eftir hækkun allra starfsmanna þeirra um 50 dollara á mánuði, eða um 6.600 krónur. Það virðist ekki há krafa í samanburði við risahagnaðinn, en þessi hækkun myndi krefjast 1/56 af árshagnaðinum í fyrra fyrir þá 766.000 starfsmenn sem vinna í Japan fyrir þessi fyrirtæki. Japönsku bílafyrirtækin hafa ekki verið svo viljug að hækka laun starfsmanna sinna svo það gæti stefnt enn einu sinni í verkföll í japönskum bílaverksmiðjum. Ástæða þess hve japönsku bílafyrirtækin högnuðust vel í fyrra var lágt gengi japanska yensins og árið í ár lítur jafnvel út.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent