Hann hélt upp á stóra daginn um helgina á einkaeyju í Karabískahafinu og var vinkona hans Hailey Baldwin, dóttir leikarans Stephen Baldwin, í partíinu. Þau hafa sést mikið saman undanfarið, en neita að vera nokkuð meira en góðir vinir.
Fyrr í vikunni birti Bieber mynd af sér á Instagram síðu sinni, þar sem hann var að keyra um á 1965 árgerð af Lincoln Continental, sem hann fékk í afmælisgjöf frá vinum sínum.
