Mortal Kombat X er ógeðslegur leikur - Myndband 1. mars 2015 13:03 Vinirnir Sub-Zero og Scorpion. VÍSIR/NETHERREALM Tíundi leikurinn í Mortal Kombat leikjaseríunni er væntanlegur í apríl. Mortal Kombal X (borið fram ex, ekki 10) gerist 25 árum eftir síðasta leik. Söguþráður hefur ávallt verið áberandi í leikjunum, öfugt á við marga aðra slagsmálaleiki, og NetherRealm Studios heldur uppteknum hætti. Framleiðandinn hefur reglulega birt nýjar stiklur fyrir leikinn og óhætt er að fullyrða að blóðug tölvuleikjaslagsmál hafa aldrei litið betur út en í Mortal Kombat X. Leikurinn fer í sölu 14. apríl næstkomandi en þá munu spilarar kynnast afkomendum þekktra karaktera úr Mortal Kombat-söguheiminum. Þar á meðal Cassie Cage, dóttur Johnny Cage og Sonya Balde ásamt Jacqueline Briggs, dóttur Jax. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sjálfri spilun leiksins en sem fyrr er það ofbeldið og limlestingarnar sem vekja mesta athygli. Mortal Kombat X er hrikalega ógeðfelldur leikur. Hér fyrir neðan er stutt sýnishorn og réttast er að vara viðkvæma við. Leikjavísir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira
Tíundi leikurinn í Mortal Kombat leikjaseríunni er væntanlegur í apríl. Mortal Kombal X (borið fram ex, ekki 10) gerist 25 árum eftir síðasta leik. Söguþráður hefur ávallt verið áberandi í leikjunum, öfugt á við marga aðra slagsmálaleiki, og NetherRealm Studios heldur uppteknum hætti. Framleiðandinn hefur reglulega birt nýjar stiklur fyrir leikinn og óhætt er að fullyrða að blóðug tölvuleikjaslagsmál hafa aldrei litið betur út en í Mortal Kombat X. Leikurinn fer í sölu 14. apríl næstkomandi en þá munu spilarar kynnast afkomendum þekktra karaktera úr Mortal Kombat-söguheiminum. Þar á meðal Cassie Cage, dóttur Johnny Cage og Sonya Balde ásamt Jacqueline Briggs, dóttur Jax. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á sjálfri spilun leiksins en sem fyrr er það ofbeldið og limlestingarnar sem vekja mesta athygli. Mortal Kombat X er hrikalega ógeðfelldur leikur. Hér fyrir neðan er stutt sýnishorn og réttast er að vara viðkvæma við.
Leikjavísir Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Fleiri fréttir Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikirnir sem beðið er eftir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Sjá meira