Svar Hönnu Birnu rýrara en vonast var eftir Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. mars 2015 19:00 Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur. Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, formaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir svör Hönnu Birnu Kristjánsdóttur rýrari en hann hefði vonast til. Hann segist ósammála því að lekamálinu sé lokið. Nefndin hefur í tvígang óskað eftir því að Hanna Birna, fyrrverandi innanríkisráðherra, komi fyrir nefndina til að til að ræða um lekamálið. Hanna Birna hafnaði þeirri beiðni í gær með bréfi þar sem hún segir að hún óski ekki eftir að koma frekari upplýsingum að vegna málsins. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði um málið í morgun. „Það má segja að svörin sem hún gefur okkur eru kannski rýrari en ég hafði vonast til. En við svo búið munum við einfaldlega setjast yfir málið og ræða með hvaða hætti við skilum af okkur til Alþingis,“ segir Ögmundur.Hönnu Birnu ber ekki lagaleg skylda til að koma fyrir nefndina. En telur þú að henni beri siðferðisleg eða pólitísk skylda til að gera það? „Þar hefur bara hver sína skoðun á því máli. Ég hef mínar skoðanir og við höfum öll okkar skoðanir á því. Það er hennar að taka ákvörðun og ég ætla ekki að hafa skoðun á því fyrir hennar hönd,“ segir Ögmundur. Í svari Hönnu Birnu kemur fram að rannsókn og saksókn málsins hafi lokið með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir fyrrverandi aðstoðarmanni hennar. Þá sé frumkvæðisathugun umboðsmanns Alþingis einnig lokið. „Það sem við höfum haft til skoðunar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eru samskipti hennar við Alþingi, það sem sagt var þar, bæði í okkar nefnd og í sölum Alþingis. Sá þáttur er ekki til lykta leiddur,“ segir Ögmundur.
Alþingi Tengdar fréttir Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00 Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Segir skaðlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Hanna Birna snúi aftur til þingstarfa Lektor í stjórnmálafræði segir öruggt að Sjálfstæðisflokkurinn muni hljóta af mikinn skaða ef Hanna Birna Kristjánsdóttir snýr aftur til þingstarfa í mars. Lekamálið sé einsdæmi í íslenskri stjórnmálasögu, og nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að axla stjórnsýslulega ábyrgð á því. 24. janúar 2015 19:00
Hanna Birna svarar ekki boði nefndar Ögmundur Jónasson segir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur ekki enn hafa svarað boði stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 27. janúar 2015 14:23
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Hanna Birna hyggst ekki mæta á fund þingnefndar Fyrrverandi innanríkisráðherra hefur tjáð stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að hún hyggist ekki mæta á fund nefndarinnar til að greina frá sinni hlið lekamálsins. 16. mars 2015 18:17
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30