Kraumur tónlistarsjóður og Hönnunarsjóður Auroru settu upp pop-up borg og buðu á tónleika á HönnunarMars síðastliðinn laugardag þar sem fjölmargar hljómsveitir og tónlistarmenn komu fram í porti Hafnarhússins.
Meðal þeirra sem stigu á stokk voru Retro Stefson,Sin Fang og Samaris sem allar hafa fengið Kraumsverðlaun fyrir verk sín. Einnig komu fram; Snorri Helgason, Bjartey & Gígja úr YLJU, Valdimar Guðmundsson og Örn Eldjárn. Hönnun portsins var í höndum Theresu Himmer og Brynhildar Pálsdóttur.
Viðburðurinum var lýst sem götupartý með tónleikum og varstefnumót tónlistar og hönnunar þar sem tónlistarmenn, hönnuðir og arkitektar mætast í pop-up borg framtíðarinnar. Um var að ræða samvinnuverkefni Kraums tónlistarsjóðs og Hönnunarsjóðs Auroru sem síðustu ár hafa unnið með og að framgangi fjölda íslenskra tónlistarmanna og hönnuða, hérlendis sem erlendis.
Myndaveisla: Pop-up borg Kraums og Aurora
