Það kemur fyrir að typpi þurfi að umskera af líffræðilegum ástæðum, líkt og þegar forhúðin er of þröng eða viðkomandi fær slæma sýkingu.
Vísindavefurinn hefur þetta að segja um umskurð:
Umskurður kallast sú aðgerð þegar forhúðin er skorin af limnum með beittum hníf, venjulega á fyrstu dögunum eftir fæðingu sveinbarnsins. Þetta er oftast gert án mikillar deyfingar og yfirleitt tekur um viku til tíu daga að jafna sig, svo sem að losna við verki. Batinn getur þó tekið mun lengri tíma ef drengurinn fær blæðingu eða sýkingu í kjölfar aðgerðarinnar.
Á 18. öld var umskurður innleiddur í enskumælandi löndum í forvarnarskyni gegnsjálfsfróun, en þá töldu margir að hún ylli alls konar hættulegum sjúkdómum. Þetta er að sjálfsögðu alrangt.
Umskurður er ekki það sem sker úr um hvort menn sé góðir elskhugar eða ekki því það felst meira í góðu kynlífi en tilvist eða fjarvera forhúðar.
Hér er áhugaverð heimildarmynd um hugmyndir og upplifun manna af því að vera með umskorið typpi.