Sæmundur fróði og baráttan við Kölska Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 19:10 Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan. Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Ný íslensk ópera, Sæmundur Fróði, eftir Þórunni Guðmundsdóttur verður frumsýnd í Iðnó klukkan átta í kvöld. Þetta er fimmta ópera Þórunnar sem einnig leikstýrir verkinu. Fréttastofan leit inn í iðnó síðdegis þegar söngvarar og aðstoðarfólk var að hafa sig til fyrir frumsýninguna en sýningarnar verða samtals fjórar. Þessi fjölmenna sýning er samvinnuverkefni leikfélagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík en tíu manna hljómsveit og 24 söngvarar taka þátt í sýningunni. Sæmundur fróði sem fæddist 1056 og lést 1133 var með lærðustu mönnum sinnar tíðar og nam við Svartaskóla í París. Þaðan varð til goðsögn um hann og viðureign hans við Kölska sem kemur að sjálfsögðu við sögu í í óperunni. Sæmundur var goðorðsmaður og prestur í Odda en þótt rit hans séu öll glötuð er vitað að hann skrifaði töluvert um sögulegt efni og þá líklega á latínu. „Togstreitan milli góðs og ills er rakinn efniviður í óperu. Kímnin í sögunni kallast á við hættuna á eilífri glötun og þegar það bætist við að ólíkindatólið Kölski getur brugðið sér í allra kvikinda líki þá er höfundi skemmt,” segir í tilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar. En auk frumsýningarinnar í kvöld verða sýningar dagana 16., 17. og 18. mars. Einar Þór Guðmundsson, sem syngur hlutverk Sæmundar, flutti fyrir okkur brot úr einni aríu eins og sjá má í innslaginu hér að ofan.
Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira