Innanríkisráðuneytið borgaði 2,4 milljónir króna fyrir sérstaka fjölmiðlaráðgjöf vegna lekamálsins á síðasta ári. Þetta kemur fram í yfirliti yfir aðkeypta ráðgjöf sem ráðuneytið tók saman að beiðni Kjarnans.
Það var markaðsstofan Argus sem fékk greiðsluna.
Ráðuneytið greiddi lögmannsstofunni LEX rúma milljón fyrir lögfræðiráðgjöf í tengslum við sama mál. Beinn kostnaður ráðuneytisins vegna aðkeyptrar ráðgjafar vegna lekamálsins var því 3,5 milljónir króna á síðasta ári.
Lekamálið snýst um leka á trúnaðargögnum úr ráðuneytinu til fjölmiðla en síðastliðið haust viðurkenndi Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, að hafa lekið gögnunum.

