Ólafur Ragnar í heimsókn í Litháen Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2015 11:04 Forsetahjónin ásamt Dalia Grybauskaite, forseta Litháens. mynd/forseti.is Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hófu í morgun, opinbera heimsókn til Litháens í boði forseta landsins Dalia Grybauskaitė. Á morgun mun forseti Íslands halda hátíðarræðu á afmælisfundi litháenska þingsins í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skrifstofu forseta Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu taka einnig þátt í heimsókninni og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson verður viðstaddur hátíðarfund þingsins. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst með hátíðlegri athöfn við forsetahöllina í Vilnius þar sem forsetar landanna könnuðu heiðursvörð og þjóðsöngvar Íslands og Litháens voru leiknir. Að loknum viðræðufundi forsetanna og fundi íslensku sendinefndarinnar með forseta Litháens og embættismönnum héldu forsetarnir blaðamannafund. Um hádegisbil leggur forseti blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá sem létu lífið í baráttunni fyrir sjálfstæði Litháens. Að því loknu býður forsætisráðherra Algirdas Butkevičius forsetahjónunum og íslensku sendinefndinni til hádegisverðar. Forseti mun svo síðdegis eiga fund með forseta litháenska þingsins Loreta Graužinienė og flytja fyrirlestur við Mykolas Romeris háskólann í Vilnius. Fyrirlesturinn fjallar um glímu lýðræðis og markaða í kjölfar hinnar evrópsku fjármálakreppu. Í kvöld býður forseti Litháens Dalia Grybauskaitė til hátíðarkvöldverðar í forsetahöllinni til heiðurs íslensku forsetahjónunum. Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, flytur forseti Íslands hátíðarræðu á sérstökum fundi þings Litháens sem haldinn er í tilefni þess að þá verða 25 ár liðin frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt. Ræðumenn á hátíðarfundinum verða, auk forseta Íslands, forseti Litháens Dalia Grybauskaitė, forseti þingsins Loreta Graužinienė, erkibiskup Vilniusborgar Gintaras Grušas og Vytautas Landsbergis, helsti forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsins. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff forsetafrú hófu í morgun, opinbera heimsókn til Litháens í boði forseta landsins Dalia Grybauskaitė. Á morgun mun forseti Íslands halda hátíðarræðu á afmælisfundi litháenska þingsins í tilefni þess að 25 ár eru liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skrifstofu forseta Íslands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og embættismenn utanríkisráðuneytis og forsetaskrifstofu taka einnig þátt í heimsókninni og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson verður viðstaddur hátíðarfund þingsins. Opinber heimsókn forsetahjónanna hófst með hátíðlegri athöfn við forsetahöllina í Vilnius þar sem forsetar landanna könnuðu heiðursvörð og þjóðsöngvar Íslands og Litháens voru leiknir. Að loknum viðræðufundi forsetanna og fundi íslensku sendinefndarinnar með forseta Litháens og embættismönnum héldu forsetarnir blaðamannafund. Um hádegisbil leggur forseti blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um þá sem létu lífið í baráttunni fyrir sjálfstæði Litháens. Að því loknu býður forsætisráðherra Algirdas Butkevičius forsetahjónunum og íslensku sendinefndinni til hádegisverðar. Forseti mun svo síðdegis eiga fund með forseta litháenska þingsins Loreta Graužinienė og flytja fyrirlestur við Mykolas Romeris háskólann í Vilnius. Fyrirlesturinn fjallar um glímu lýðræðis og markaða í kjölfar hinnar evrópsku fjármálakreppu. Í kvöld býður forseti Litháens Dalia Grybauskaitė til hátíðarkvöldverðar í forsetahöllinni til heiðurs íslensku forsetahjónunum. Á morgun, miðvikudaginn 11. mars, flytur forseti Íslands hátíðarræðu á sérstökum fundi þings Litháens sem haldinn er í tilefni þess að þá verða 25 ár liðin frá því landið endurheimti sjálfstæði sitt. Ræðumenn á hátíðarfundinum verða, auk forseta Íslands, forseti Litháens Dalia Grybauskaitė, forseti þingsins Loreta Graužinienė, erkibiskup Vilniusborgar Gintaras Grušas og Vytautas Landsbergis, helsti forystumaður í sjálfstæðisbaráttu landsins.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira