Brestir skoða spámiðla: „Þetta eru alltaf svik“ Bjarki Ármannsson og Þorbjörn Þórðarson skrifa 30. mars 2015 21:00 Í nýjasta þætti Bresta var farið ofan í saumana á starfi spámiðla. Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Engum hefur hins vegar tekist að sanna miðilshæfileika sína þrátt fyrir að milljón dollara peningaverðlaun hafi verið í boði í tæpa tvo áratugi.James Randi stofnunin í Bandaríkjunum hefur í tæpa tvo áratugi boðið þeim sem sannað getur yfirnáttúrlega hæfileika sína milljón dollara peningaverðlaun. Þrátt fyrir að meira en þúsund manns hafi reynt hefur engum tekist að sanna miðilshæfileika sína. Eru spámiðlar þá loddarar sem hafa fé af auðtrúa fólki eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? Þorbjörn Þórðarson þáttastjórnandi heimsótti í þættinum meðal annars Þórhall Guðmundsson, einn þekktasta spámiðil landsins, og lét reyna á miðilshæfileika hans.Þórhallur Guðmundsson.Vísir/VilhelmAlheimsorkan talar á íslenskuÞórhallur stýrði á sínum tíma þættinum Lífsaugað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hann segist vera undir sérstökum stjórnendum, sem hafi fylgt honum frá því að hann var ungur maður. „Það er munkur sem er hjá mér og svo er nunna þarna,“ segir Þórhallur. „Ég fékk mynd af munknum í gegnum annan miðil í Bretlandi. Svo eru aðilar sem hafa komið og þróast í kringum mig sem eru að hjálpa mér. Þeirra taktar koma stundum í gegn.“ Hann segir þetta fólk ekki hafa verið íslenskt. Þó notist það ekki við erlend mál til að koma upplýsingum á framfæri við sig. „Nei, það er náttúrulega tenging við einstaklinginn,“ segir Þórhallur. „Þá er tengingin við einstaklinginn, mig, í orkunni. Þá er þessi alheimsorka, ef ég má orða það svo, það er talað við mig á íslensku.“Alheimsorkan talar við þig á íslensku?„Já.“Opnar já/nei spurningar Þórhallur fékk úr Þorbjörns og spurði hann svo spurninga sem margar hverjar voru opnar og um einfalda hluti. Opnar já/nei spurningar spámiðla hafa verið kallaðar „cold reading.” Þær eru sagðar eiga að fá þann sem sækir fundinn til að upplifa það að hann hafi fengið upplýsingar um sig sem fáir vita, þegar hann var kannski á sama tíma að veita miðlinum þessar upplýsingar. Samtökin Vantrú hafa staðið vaktina gegn spámiðlum og birt pistla undir merkingunni „Kjaftæðisvaktin” á netinu. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, var í þættinum fenginn til að rýna í fund Þorbjörns og Þórhalls. Sindri hefur meðal annars kynnt sér tækni „cold reading.“ „Stundum eru svikin kannski ekki með ráðum hug, stundum eru þau það,“ segir Sindri um aðferðir spámiðlanna. „En þetta eru alltaf svik.“ Meðal þess sem Þórhallur spurði Þorbjörn var hvort hann hefði gaman af tónlist. Þorbjörn svaraði einfaldlega játandi en Sindri segir að „góður kúnni“ spámiðla hefði veitt honum meiri upplýsingar um leið. „Hann hefði sagt honum: Já, ég er voðalega mikið inni í ákveðinni tegund af tónlist,“ segir Sindri. „Kannski hefði hann sagt kántrímúsík og miðillinn þá getað sagt að það hafi einmitt verið kántrímúsíkin sem hann kveikti á. Hann hefði getað fengið meira út úr kúnnanum.“„Það er eins og hann viti ekki hvort hann sé dauður eða ekki“ Eftir nokkur feilskot kom að því að Þórhallur hitti í mark á fundi sínum með Þorbirni þegar hann spurði hvort föðurafi Þorbjörns væri nokkuð látinn. Það reyndist satt hjá honum og sagðist Þórhallur þá þurfa að setja sig í samband við hann, því þar hafi verið „sterkur einstaklingur“ á ferð. Sagði Þórhallur þennan látna afa jafnframt fylgjast með Þorbirni og að honum þætti mikið til hans koma. „Það er náttúrulega nokkuð tölfræðilega líklegt að hann sé dáinn,“ segir Sindri um þessa spurningu Þórhalls. „En hann spyr: Er hann dáinn? Það er eins og hann viti það ekki, afinn sem er búinn að hafa samband við þig, hvort hann sé dauður eða ekki fyrr en þú staðfestir það.“ Sindri segir að ef föðurafi Þorbjörns hefði reynst á lífi, hefði verið hægt að halda áfram að spyrja beint í kjölfarið, til dæmis hvort afinn væri veikur eða hvort það væri móðurafinn sem væri látinn, þar til hann hitti á rétt. Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. 3. nóvember 2014 22:15 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19 Blikar aflýstu miðilsfundi með Þórhalli Til stóð að Þórhallur miðill Guðmundsson héldi skyggnilýsingarfund í fjáröflunarskyni fyrir Blikadrengi í grunnskóla í bænum. En því hefur nú aflýst. 5. febrúar 2014 16:00 „Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. 11. nóvember 2014 12:26 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta er algjörlega ótækt ástand“ Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. 27. nóvember 2014 21:23 Fátækt á Íslandi: Ógeðslega erfitt að segja nei við börnin "Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli,“ segir einstæð þriggja barna móðir. 1. desember 2014 22:06 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Tjá sig um mögulegan lækningamátt kannabisolíu: „Einfaldlega ekki byggt á neinum rökum“ „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. 23. febrúar 2015 12:12 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Í nýjasta þætti Bresta var farið ofan í saumana á starfi spámiðla. Fjöldi Íslendinga sækir þjónustu spámiðla og mikið er að gera hjá þeim vinsælustu. Engum hefur hins vegar tekist að sanna miðilshæfileika sína þrátt fyrir að milljón dollara peningaverðlaun hafi verið í boði í tæpa tvo áratugi.James Randi stofnunin í Bandaríkjunum hefur í tæpa tvo áratugi boðið þeim sem sannað getur yfirnáttúrlega hæfileika sína milljón dollara peningaverðlaun. Þrátt fyrir að meira en þúsund manns hafi reynt hefur engum tekist að sanna miðilshæfileika sína. Eru spámiðlar þá loddarar sem hafa fé af auðtrúa fólki eða búa þeir yfir raunverulegri náðargáfu? Þorbjörn Þórðarson þáttastjórnandi heimsótti í þættinum meðal annars Þórhall Guðmundsson, einn þekktasta spámiðil landsins, og lét reyna á miðilshæfileika hans.Þórhallur Guðmundsson.Vísir/VilhelmAlheimsorkan talar á íslenskuÞórhallur stýrði á sínum tíma þættinum Lífsaugað á Stöð 2 og Bylgjunni. Hann segist vera undir sérstökum stjórnendum, sem hafi fylgt honum frá því að hann var ungur maður. „Það er munkur sem er hjá mér og svo er nunna þarna,“ segir Þórhallur. „Ég fékk mynd af munknum í gegnum annan miðil í Bretlandi. Svo eru aðilar sem hafa komið og þróast í kringum mig sem eru að hjálpa mér. Þeirra taktar koma stundum í gegn.“ Hann segir þetta fólk ekki hafa verið íslenskt. Þó notist það ekki við erlend mál til að koma upplýsingum á framfæri við sig. „Nei, það er náttúrulega tenging við einstaklinginn,“ segir Þórhallur. „Þá er tengingin við einstaklinginn, mig, í orkunni. Þá er þessi alheimsorka, ef ég má orða það svo, það er talað við mig á íslensku.“Alheimsorkan talar við þig á íslensku?„Já.“Opnar já/nei spurningar Þórhallur fékk úr Þorbjörns og spurði hann svo spurninga sem margar hverjar voru opnar og um einfalda hluti. Opnar já/nei spurningar spámiðla hafa verið kallaðar „cold reading.” Þær eru sagðar eiga að fá þann sem sækir fundinn til að upplifa það að hann hafi fengið upplýsingar um sig sem fáir vita, þegar hann var kannski á sama tíma að veita miðlinum þessar upplýsingar. Samtökin Vantrú hafa staðið vaktina gegn spámiðlum og birt pistla undir merkingunni „Kjaftæðisvaktin” á netinu. Sindri Guðjónsson, formaður Vantrúar, var í þættinum fenginn til að rýna í fund Þorbjörns og Þórhalls. Sindri hefur meðal annars kynnt sér tækni „cold reading.“ „Stundum eru svikin kannski ekki með ráðum hug, stundum eru þau það,“ segir Sindri um aðferðir spámiðlanna. „En þetta eru alltaf svik.“ Meðal þess sem Þórhallur spurði Þorbjörn var hvort hann hefði gaman af tónlist. Þorbjörn svaraði einfaldlega játandi en Sindri segir að „góður kúnni“ spámiðla hefði veitt honum meiri upplýsingar um leið. „Hann hefði sagt honum: Já, ég er voðalega mikið inni í ákveðinni tegund af tónlist,“ segir Sindri. „Kannski hefði hann sagt kántrímúsík og miðillinn þá getað sagt að það hafi einmitt verið kántrímúsíkin sem hann kveikti á. Hann hefði getað fengið meira út úr kúnnanum.“„Það er eins og hann viti ekki hvort hann sé dauður eða ekki“ Eftir nokkur feilskot kom að því að Þórhallur hitti í mark á fundi sínum með Þorbirni þegar hann spurði hvort föðurafi Þorbjörns væri nokkuð látinn. Það reyndist satt hjá honum og sagðist Þórhallur þá þurfa að setja sig í samband við hann, því þar hafi verið „sterkur einstaklingur“ á ferð. Sagði Þórhallur þennan látna afa jafnframt fylgjast með Þorbirni og að honum þætti mikið til hans koma. „Það er náttúrulega nokkuð tölfræðilega líklegt að hann sé dáinn,“ segir Sindri um þessa spurningu Þórhalls. „En hann spyr: Er hann dáinn? Það er eins og hann viti það ekki, afinn sem er búinn að hafa samband við þig, hvort hann sé dauður eða ekki fyrr en þú staðfestir það.“ Sindri segir að ef föðurafi Þorbjörns hefði reynst á lífi, hefði verið hægt að halda áfram að spyrja beint í kjölfarið, til dæmis hvort afinn væri veikur eða hvort það væri móðurafinn sem væri látinn, þar til hann hitti á rétt.
Tengdar fréttir Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30 Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. 3. nóvember 2014 22:15 Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19 Blikar aflýstu miðilsfundi með Þórhalli Til stóð að Þórhallur miðill Guðmundsson héldi skyggnilýsingarfund í fjáröflunarskyni fyrir Blikadrengi í grunnskóla í bænum. En því hefur nú aflýst. 5. febrúar 2014 16:00 „Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. 11. nóvember 2014 12:26 Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta er algjörlega ótækt ástand“ Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. 27. nóvember 2014 21:23 Fátækt á Íslandi: Ógeðslega erfitt að segja nei við börnin "Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli,“ segir einstæð þriggja barna móðir. 1. desember 2014 22:06 Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16 Tjá sig um mögulegan lækningamátt kannabisolíu: „Einfaldlega ekki byggt á neinum rökum“ „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. 23. febrúar 2015 12:12 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Látið fólk vita af þessu“ Í næsta þætti Bresta verður skyggnst bakvið tjöldin í byggingum í Kópavogi og Hafnarfirði þar sem stórir hópar fólks búa í atvinnu- og iðnaðarhúsnæðum. 23. nóvember 2014 22:30
Stundar vændi á meðan barnið sefur og maðurinn er í eldhúsinu Tuttugu og tveggja ára íslensk vændiskona sagði sögu sína í fréttaskýringaþættinum Brestir, sem var á dagskrá Stöðvar 2. 3. nóvember 2014 22:15
Deyr íslenskan stafrænum dauða? Íslenskan er í mestri útrýmingarhættu á eftir Möltu í Evrópu. 18. nóvember 2014 16:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: „Mér leið eins og ég væri í neyðarskýli fyrir heimilislausa“ Í Brestum lýstu leigjendur aðbúnaði á þessum stöðum sem er oft á tíðum afar slæmur. Frá því að þátturinn fór í loftið hefur fjöldi fólks haft samband við fréttastofu og greint frá reynslu sinni. 26. nóvember 2014 15:19
Blikar aflýstu miðilsfundi með Þórhalli Til stóð að Þórhallur miðill Guðmundsson héldi skyggnilýsingarfund í fjáröflunarskyni fyrir Blikadrengi í grunnskóla í bænum. En því hefur nú aflýst. 5. febrúar 2014 16:00
„Ef ég er að gera rangt með því að hjálpa fólki, þá verður bara að hafa það“ Fjallað var um sögu Ásgeirs Daða Rúnarssonar í Brestum í gærkvöldi og hvernig hann hefur nýtt sér lækningamátt kannabis í baráttu sinni við krabbamein. 11. nóvember 2014 12:26
Ætlar að opna kannabisbúð: „Ég veit að þetta verður lögleitt“ Ásgeir Daði Rúnarsson segist hafa hjálpað fimm sjúklingum til viðbótar með heimagerðri kannabisolíu. 17. nóvember 2014 20:30
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta er algjörlega ótækt ástand“ Tæplega níu hundruð manns á höfuðborgarsvæðinu eru í brýnni neyð vegna húsnæðisskorts. 27. nóvember 2014 21:23
Fátækt á Íslandi: Ógeðslega erfitt að segja nei við börnin "Stelpan mín hafði svo miklar áhyggjur af mömmu sinni og hvað það myndi kosta að halda upp á afmælið sitt að hún ákvað að halda ekkert afmæli,“ segir einstæð þriggja barna móðir. 1. desember 2014 22:06
Brestir: Eru spámiðlar með náðargáfu eða loddarar? Í nýjasta þættinum af Brestum er farið ofan í saumana á starfi spámiðla en fjöldi Íslendinga nýtir sér þjónustu þeirra. 29. mars 2015 18:16
Tjá sig um mögulegan lækningamátt kannabisolíu: „Einfaldlega ekki byggt á neinum rökum“ „Það er ekkert til í því að kannabisolía hafi lækningamátt við krabbameini,“ Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði í viðtali á Bylgjunni í morgun en hann var gestur þáttarins ásamt Gunnari Bjarna Ragnarssyni, yfirlæknir og krabbameinslæknir á LSH. Þar ræddu þeir um mögulegan lækningamátt kannabis. 23. febrúar 2015 12:12