Þar leikur Jóhannes postulann Tómas sem var einn af lærisveinunum tólf. Þáttaröðin fjallar um dagana eftir krossfestingu og upprisu Krists og það sem fylgdi í kjölfarið. Þættirnir eru teknir upp í Marokkó og meðal framleiðenda eru Mark Burnett og Roma Downey en þau hafa meðal annars komið að þáttum á borð við Survivor.
„Allt settið er svo raunverulegt. Það eru hér fullt af smáatriðum sem er ekki séns á að muni nokkurntíman sjást á skjánum. Það hefur komið fyrir að ég hugsa með mér „Nei, bíddu. Þetta er ekki öruggt,“ en svo man ég að Mark og Roma koma að þessu og þá hverfur sá efi um leið.“
A.D. The Bible Continues eru sýndir á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum og fór fyrsti þáttur í loftið í gær.