Volvo byggir verksmiðju í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2015 09:35 Volvo mun vænatanlega framleiða XC60 bílinn í nýrri verksmiðju sinni í Bandaríkjunum. Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Volvo hefur tekið ákvörpun um að setja upp samsetningarverksmiðju í Bandaríkjunum en hingað til hafa allir bílar Volvo sem seldir hafa verið þar verið innfluttir. Það hefur reyndar í nokkurn tíma legið í loftinu að Volvo byggi verksmiðju í Bandaríkjunum, en ákvörðun um það var loks tekin í vikunni, fyrr en margir bjuggust við. Það mun kosta Volvo 69 milljarða króna að setja verksmiðjuna upp, en þar getur Volvo smíðað 120.000 bíla á ári. Smíði bíla í verksmiðjunni á að hefjast árið 2018. Þeir bílar sem framleiddir verða þar verða ekki allir seldir í Bandaríkjunum, heldur verður hluti þeirra fluttir annað. Volvo seldi 56.371 bíla í Bandaríkjunum í fyrra og var salan 7,9% minni en árið 2013. Heildarsala Volvo bíla í heiminum í fyrra var 465.866 bílar, svo 12,1% sölunnar var í Bandaríkjunum og hefur Volvo hug á því að auka það hlutfall. Volvo jók heildarsölu bíla sinna í heiminum í fyrra um 8,9%, svo það er brekku að klífa varðandi sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum. Ekki er ljóst hvaða bílgerðir verða smíðaðar í næyju verksmiðjunni. Áætlanir Volvo um magn seldra bíla í Bandaríkjunum eru brattar, eða 100.000 bílar strax á næsta ári. Þeir bílar verða þó allir innfluttir.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent