Fjallið borðaði 1,7 kíló af kjöti og ostaköku kvöldið fyrir fyrsta keppnisdag Aðalsteinn Kjartansson skrifar 18. apríl 2015 20:34 Tveir bættust í hópinn í dag og var komu þeirra fagnað með kvöldverði á steikhúsi. Undirbúningur fyrir Sterkasta mann heims er kominn á fullt í Kuala Lumpur. Fjögurra manna stuðningshópur íslensku keppendanna kom til Malasíu í gær.Keppnin fer fram í Kuala Lumpur. Sex manna hópur Íslendinga ætlar að fylgjast með.„Það var rosalega er gott að vakna í Malasíu eftir góðan og langþráðan svefn eftir tæplega 30 tíma ferðalag. Svo gott að við sváfum næstum af okkur morgunmat á hótelinu,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, einn úr hópnum. Félagarnir Einar Magnús og Andri Reyr Vignisson náðu þó að næla sér í nokkra bita og hittu í leiðinni Hafþór Júlíus og tvo aðra kraftajötna. Meðal þeirra er Brian Shaw sem er einn af helstu keppinautum Hafþórs um titilinn sterkasti maður heims í ár. Shaw vann Arnold Strongman Classic 2015 í mars síðastliðnum. Benedikt og Hafþór keppa báðir á mótinu.Hafþór eyddi deginum ýmist í myndatökum eða á blaðamannafundum svo félagarnir Andri og Einar fengu tækifæri til að labba um og versla sér símkort. „Við verðum á Nova Snapchat dagana 24.–26. apríl, sem eru dagarnir sem keppt er til úrslita í Sterkasti maður heims hérna í Malasíu,“ segir Einar. „Í hádegismat rákumst við á Benedikt Magnússon en keppendurnir allir eru saman á hóteli og því mikill andi á Shangri La Hotel í Putrayaya, Malasíu,“ segir Einar sem bætir því við að Benedikt sé vel stemmdur og vel á sig kominn líkamlega.Hafþór átti ekki í neinum erfiðleikum með fyrstu keppnisgreinina á æfingu í dag.„Það var stutt í grínið hjá okkar manni og hann sagðist vera meir en til í að taka á því næstu daga,“ segir Einar. Benedikt, sem er búsettur í Bretlandi, vann sér inn þátttökurétt á Sterkasta mann í heimi 2015 með því að setja heimsmet í réttstöðulyftu þar sem hann reif upp 461 kíló í keppni um titilinn Sterkasti maður Evrópu á síðasta ári. Eftir hádegismatinn fengu keppendur að prófa tækin sem notuð verða á mótinu á morgun. „Dekkin er risavaxin og 166 kg að þyngd og áttu flestir keppendur í undanriðli okkar manns erfitt með að lyfta þeim upp á öxl en þegar dekkið er þangað komið þurfa menn að skokka með það 10 metra en greinin er svokölluð hleðslugrein svo það eru fleiri en ein ferð sem menn þurfa að komast,“ segir Einar.Fjallið fór létt með tvær 700 gramma steikur. Hann bætti svo við 300 gramma nautalund og ostaköku í eftirrétt.„Hafþór átti hins vegar ekki í erfiðleikum með að lyfta dekkinu og spurði glaðvær og brosti hvort ekki væri hægt að þyngja dekkið þegar stjórnendur spurðu keppendur hvort þeir væru sáttir við þyngd og lögun þess,“ bætir hann við. Í dag bættust síðan tveir Íslendingar í hóp stuðningsmanna. Þeir komu með stuðningsmannabolina sem Einar og Andri ætla að klæðast á mótinu en prentun þeirra hafði mistekist og gátu þeir félagarnir því ekki tekið þá sjálfir. Þessu var öllu fagnað á steikhúsi í Kuala Lumpur þar sem Hafþór Júlíus sporðrenndi tveimur 700 gramma T-bone steikum áður en hann fékk sér 300 gramma nautalund í eftirrétt og ostaköku. „Hafþór er vel stemmdur fyrir fyrstu tvær greinarnar sem keppt verður í á morgun. Honum líður vel og er ákveðinn að koma sterkur til leiks strax frá byrjun og stimpla sig vel inn,“ segir Einar. Stuðningsmannabolirnir komnir eru í hús. Fyrst voru þeir fjólubláir, eins og sá sem Andri er í, en strákarnir sem komu til Malasíu í dag komu með réttu bolina.„Við Andri erum komnir upp á hótel herbergi og getum vart sofnað af spenningi fyrir keppninni, við þurfum að vakna klukkan sjö í fyrramálið. Við munum hvetja okkar mann til sigurs í greinunum af alhug og afli fyrir hönd allra Íslendinga,“ segir hann rétt fyrir svefninn.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015. Sterkasti maður heims Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira
Undirbúningur fyrir Sterkasta mann heims er kominn á fullt í Kuala Lumpur. Fjögurra manna stuðningshópur íslensku keppendanna kom til Malasíu í gær.Keppnin fer fram í Kuala Lumpur. Sex manna hópur Íslendinga ætlar að fylgjast með.„Það var rosalega er gott að vakna í Malasíu eftir góðan og langþráðan svefn eftir tæplega 30 tíma ferðalag. Svo gott að við sváfum næstum af okkur morgunmat á hótelinu,“ segir Einar Magnús Ólafíuson, einn úr hópnum. Félagarnir Einar Magnús og Andri Reyr Vignisson náðu þó að næla sér í nokkra bita og hittu í leiðinni Hafþór Júlíus og tvo aðra kraftajötna. Meðal þeirra er Brian Shaw sem er einn af helstu keppinautum Hafþórs um titilinn sterkasti maður heims í ár. Shaw vann Arnold Strongman Classic 2015 í mars síðastliðnum. Benedikt og Hafþór keppa báðir á mótinu.Hafþór eyddi deginum ýmist í myndatökum eða á blaðamannafundum svo félagarnir Andri og Einar fengu tækifæri til að labba um og versla sér símkort. „Við verðum á Nova Snapchat dagana 24.–26. apríl, sem eru dagarnir sem keppt er til úrslita í Sterkasti maður heims hérna í Malasíu,“ segir Einar. „Í hádegismat rákumst við á Benedikt Magnússon en keppendurnir allir eru saman á hóteli og því mikill andi á Shangri La Hotel í Putrayaya, Malasíu,“ segir Einar sem bætir því við að Benedikt sé vel stemmdur og vel á sig kominn líkamlega.Hafþór átti ekki í neinum erfiðleikum með fyrstu keppnisgreinina á æfingu í dag.„Það var stutt í grínið hjá okkar manni og hann sagðist vera meir en til í að taka á því næstu daga,“ segir Einar. Benedikt, sem er búsettur í Bretlandi, vann sér inn þátttökurétt á Sterkasta mann í heimi 2015 með því að setja heimsmet í réttstöðulyftu þar sem hann reif upp 461 kíló í keppni um titilinn Sterkasti maður Evrópu á síðasta ári. Eftir hádegismatinn fengu keppendur að prófa tækin sem notuð verða á mótinu á morgun. „Dekkin er risavaxin og 166 kg að þyngd og áttu flestir keppendur í undanriðli okkar manns erfitt með að lyfta þeim upp á öxl en þegar dekkið er þangað komið þurfa menn að skokka með það 10 metra en greinin er svokölluð hleðslugrein svo það eru fleiri en ein ferð sem menn þurfa að komast,“ segir Einar.Fjallið fór létt með tvær 700 gramma steikur. Hann bætti svo við 300 gramma nautalund og ostaköku í eftirrétt.„Hafþór átti hins vegar ekki í erfiðleikum með að lyfta dekkinu og spurði glaðvær og brosti hvort ekki væri hægt að þyngja dekkið þegar stjórnendur spurðu keppendur hvort þeir væru sáttir við þyngd og lögun þess,“ bætir hann við. Í dag bættust síðan tveir Íslendingar í hóp stuðningsmanna. Þeir komu með stuðningsmannabolina sem Einar og Andri ætla að klæðast á mótinu en prentun þeirra hafði mistekist og gátu þeir félagarnir því ekki tekið þá sjálfir. Þessu var öllu fagnað á steikhúsi í Kuala Lumpur þar sem Hafþór Júlíus sporðrenndi tveimur 700 gramma T-bone steikum áður en hann fékk sér 300 gramma nautalund í eftirrétt og ostaköku. „Hafþór er vel stemmdur fyrir fyrstu tvær greinarnar sem keppt verður í á morgun. Honum líður vel og er ákveðinn að koma sterkur til leiks strax frá byrjun og stimpla sig vel inn,“ segir Einar. Stuðningsmannabolirnir komnir eru í hús. Fyrst voru þeir fjólubláir, eins og sá sem Andri er í, en strákarnir sem komu til Malasíu í dag komu með réttu bolina.„Við Andri erum komnir upp á hótel herbergi og getum vart sofnað af spenningi fyrir keppninni, við þurfum að vakna klukkan sjö í fyrramálið. Við munum hvetja okkar mann til sigurs í greinunum af alhug og afli fyrir hönd allra Íslendinga,“ segir hann rétt fyrir svefninn.Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.
Sterkasti maður heims Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Sjá meira