„Við þingmenn höfum ekkert betra að gera í sumar en að vinna“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. apríl 2015 19:15 Eygló Harðardóttir ráðherra segist hafa rætt við forsætisráðherra um að boða til sumarþings. Vísir/Ernir „Ég tel að við þingmenn höfum ekkert betra að gera í sumar en að vinna að þessum stóru og mikilvægu málum,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um afstöðu sína til sumarþings. Enn liggur ekki fyrir hvort að sumarþing verði boðað en mörg stór mál liggja fyrir þinginu að taka ákvörðun um. „Ég hef bent á húsnæðismálin, aðrir hafa talað um afnám gjaldeyrishaftanna og síðan eru stór mál sem tengjast kjarasamningum. Þannig að ég held að almennt teljum við, og við hljótum að geta verið sammála um það, að við þingmenn höfum ekkert merkilegra að gera í sumar en að vinna að þessum miklu hagsmunamálum þjóðarinnar,“ segir Eygló. Stjórnarþingmenn hafa undanfarna dagað kvartað yfir málþófi og röfli stjórnarandstöðunnar sem nýtt hefur hvert tækifæri til að tjá sig um fjarveru forsætisráðherra og fjármálaráðherra frá þinginu. En hefur Eygló rætt þessa afstöðu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra? „Forsætisráðherra hefur talað þannig og bent á möguleikann á að vera með sumarþing. En við skulum bara sjá hins vegar hvernig þetta gengur. Ég held að allir þingmenn hafa lýst sig viljuga til að vinna vel að þessum málum, hvort sem það verður núna í sumar eða núna í vor,“ svara hún. Tvö húsnæðisfrumvörp Eyglóar hafa strandað á kostnaðarmati frá fjármálaráðuneytinu en beðið hefur verið eftir frumvörpunum tveimur í þinginu. Finnst Eygló að fjármálaráðuneytið hafi dregið lappirnar við vinnslu kostnaðarmatsins? „Það voru miklar annir hjá fjármálaráðuneytinu fyrir páska en mér skilst að þeir hafi varið að vinna hörðum höndum að kostnaðarmatinu eftir páska. Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
„Ég tel að við þingmenn höfum ekkert betra að gera í sumar en að vinna að þessum stóru og mikilvægu málum,“ segir Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, um afstöðu sína til sumarþings. Enn liggur ekki fyrir hvort að sumarþing verði boðað en mörg stór mál liggja fyrir þinginu að taka ákvörðun um. „Ég hef bent á húsnæðismálin, aðrir hafa talað um afnám gjaldeyrishaftanna og síðan eru stór mál sem tengjast kjarasamningum. Þannig að ég held að almennt teljum við, og við hljótum að geta verið sammála um það, að við þingmenn höfum ekkert merkilegra að gera í sumar en að vinna að þessum miklu hagsmunamálum þjóðarinnar,“ segir Eygló. Stjórnarþingmenn hafa undanfarna dagað kvartað yfir málþófi og röfli stjórnarandstöðunnar sem nýtt hefur hvert tækifæri til að tjá sig um fjarveru forsætisráðherra og fjármálaráðherra frá þinginu. En hefur Eygló rætt þessa afstöðu við Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra? „Forsætisráðherra hefur talað þannig og bent á möguleikann á að vera með sumarþing. En við skulum bara sjá hins vegar hvernig þetta gengur. Ég held að allir þingmenn hafa lýst sig viljuga til að vinna vel að þessum málum, hvort sem það verður núna í sumar eða núna í vor,“ svara hún. Tvö húsnæðisfrumvörp Eyglóar hafa strandað á kostnaðarmati frá fjármálaráðuneytinu en beðið hefur verið eftir frumvörpunum tveimur í þinginu. Finnst Eygló að fjármálaráðuneytið hafi dregið lappirnar við vinnslu kostnaðarmatsins? „Það voru miklar annir hjá fjármálaráðuneytinu fyrir páska en mér skilst að þeir hafi varið að vinna hörðum höndum að kostnaðarmatinu eftir páska.
Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira