Audi Prologue Allroad Finnur Thorlacius skrifar 16. apríl 2015 14:01 Audi Prologue Allroad. Audi hefur sýnt Prologue tilraunabíl sinn undanfarið á bílasýningum og hefur hann vakið þar eftirtekt fyrir fegurð. Nú hefur Audi tekið Prologue bílinn á næsta stig og komið fram með Allroad útfærslu hans, en Audi ætlar að sýna þennan bíl á bílasýningunni í Shanghai sem hefst 20. apríl. Ef Prologue tilraunabíllinn var flottur áður er hann enn flottari í þessari útfærslu og sannarlega kraftalegri. Talandi um kraft þá er nóg af honum undir húddinu. Bíllinn fær 4,0 lítra V8 vél auk rafmótora og samanlagt skilar þessi drifrás 734 öskrandi hestöflum sem henda bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. Ekki slæmt fyrir torfæruhæfan bíl. Þessar tölur eru samt ekki það merkilegasta við bílinn, heldur öllu fremur að uppgefin eyðsla hans er 2,5 lítrar, en fyrstu 55 kílómetrana getur hann ekið eingöngu á rafmagni. Hlaða má rafhlöður bílsins þráðlaust. Mælaborð Prologue bílsins hefur vakið athygli fyrir það að vera nánast takkalaust og því er innréttingin nokkuð naumhyggjuleg, en hrikalega töff. Vonandi fer þessi bíll í framleiðslu, en hann verður ekki ódýr.Naumhyggja en glæsileiki í senn. Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent
Audi hefur sýnt Prologue tilraunabíl sinn undanfarið á bílasýningum og hefur hann vakið þar eftirtekt fyrir fegurð. Nú hefur Audi tekið Prologue bílinn á næsta stig og komið fram með Allroad útfærslu hans, en Audi ætlar að sýna þennan bíl á bílasýningunni í Shanghai sem hefst 20. apríl. Ef Prologue tilraunabíllinn var flottur áður er hann enn flottari í þessari útfærslu og sannarlega kraftalegri. Talandi um kraft þá er nóg af honum undir húddinu. Bíllinn fær 4,0 lítra V8 vél auk rafmótora og samanlagt skilar þessi drifrás 734 öskrandi hestöflum sem henda bílnum í hundraðið á 3,5 sekúndum. Ekki slæmt fyrir torfæruhæfan bíl. Þessar tölur eru samt ekki það merkilegasta við bílinn, heldur öllu fremur að uppgefin eyðsla hans er 2,5 lítrar, en fyrstu 55 kílómetrana getur hann ekið eingöngu á rafmagni. Hlaða má rafhlöður bílsins þráðlaust. Mælaborð Prologue bílsins hefur vakið athygli fyrir það að vera nánast takkalaust og því er innréttingin nokkuð naumhyggjuleg, en hrikalega töff. Vonandi fer þessi bíll í framleiðslu, en hann verður ekki ódýr.Naumhyggja en glæsileiki í senn.
Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent